Svæfður í dá eftir alvarlegt höfuðhögg Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. febrúar 2024 10:01 Alberth Elis er landsliðsmaður Hondúras og leikmaður Bordeaux í Ligue 2. Sylvain Lefevre/Getty Images Alberth Elis, leikmaður Bordeaux í næstefstu deild Frakklands, var settur í dá eftir harkalegt höfuðhögg í leik gegn Guingamp í gær. Atvikið átti sér stað strax á fyrstu mínútu leiksins sem Bordeaux endaði á að vinna 1-0. Alberth Elis rak hausum saman við varnarmann Guingamp, Donatien Gomis. Báðir leikmenn kveinkuðu sér mjög og leikur var stöðvaður í um átta mínútur meðan hlúið var að þeim. Alberth var borinn af velli og fluttur á spítala. Útvarpsstöðin France Bleu greindi svo frá því að leikmaðurinn hafi orðið fyrir mjög alvarlegu höfuðhöggi, verið svæfður og settur í dá á leiðinni á spítala. Albert Riera, þjálfari liðsins og fyrrum leikmaður Liverpool, tileinkaði Alberthi sigurinn að leik loknum. „Ég talaði við læknana, það er ekkert hægt að segja eins og er. Hann er á spítalanum. Þessi sigur var fyrir Alberth, vel verðskuldaður sigur.“ Placé dans un coma artificiel après un choc à la tête hier soir face à Guingamp.Alberth Elis, l’attaquant des Girondins de Bordeaux, a été opéré dans la nuit de samedi à dimanche. pic.twitter.com/wdPdi3AJ9o— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) February 25, 2024 CANAL+ greinir frá því að Alberth hafi laggst undir hnífinn í nótt en sé enn haldið í dái. Ástand hans er að svo stöddu óljóst. Leikmaðurinn hefur verið Bordeaux mikilvægur á tímabilinu og skorað fimm mörk, en liðið situr tíu stigum utan fallsætis í næstefstu deild Frakklands, Ligue 2. Franski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Atvikið átti sér stað strax á fyrstu mínútu leiksins sem Bordeaux endaði á að vinna 1-0. Alberth Elis rak hausum saman við varnarmann Guingamp, Donatien Gomis. Báðir leikmenn kveinkuðu sér mjög og leikur var stöðvaður í um átta mínútur meðan hlúið var að þeim. Alberth var borinn af velli og fluttur á spítala. Útvarpsstöðin France Bleu greindi svo frá því að leikmaðurinn hafi orðið fyrir mjög alvarlegu höfuðhöggi, verið svæfður og settur í dá á leiðinni á spítala. Albert Riera, þjálfari liðsins og fyrrum leikmaður Liverpool, tileinkaði Alberthi sigurinn að leik loknum. „Ég talaði við læknana, það er ekkert hægt að segja eins og er. Hann er á spítalanum. Þessi sigur var fyrir Alberth, vel verðskuldaður sigur.“ Placé dans un coma artificiel après un choc à la tête hier soir face à Guingamp.Alberth Elis, l’attaquant des Girondins de Bordeaux, a été opéré dans la nuit de samedi à dimanche. pic.twitter.com/wdPdi3AJ9o— CANAL+ Foot (@CanalplusFoot) February 25, 2024 CANAL+ greinir frá því að Alberth hafi laggst undir hnífinn í nótt en sé enn haldið í dái. Ástand hans er að svo stöddu óljóst. Leikmaðurinn hefur verið Bordeaux mikilvægur á tímabilinu og skorað fimm mörk, en liðið situr tíu stigum utan fallsætis í næstefstu deild Frakklands, Ligue 2.
Franski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira