„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2024 17:27 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
„Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57