„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2024 17:27 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
„Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57