Fótbolti

Henderson snýr aftur til Eng­lands í Sambandsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jordan Henderson, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, gekk í raðir Ajax í byrjun þessa árs.
Jordan Henderson, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, gekk í raðir Ajax í byrjun þessa árs. getty/Pieter van der Woude

Ajax og Aston Villa mætast í stærsta einvígi sextán liða úrslita Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla. Dregið var í dag.

Ajax hefur átt í vandræðum á tímabilinu en er komið í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar þar sem liðið mætir Villa. Birmingham-liðið hefur gert það gott í vetur og er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hákon Arnar Haraldsson og félagar hans í Lille mæta Sturm Graz frá Austurríki.

Þá dróst Fiorentina, sem komst í úrslit Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili, gegn Maccabi Haifa frá Ísrael.

Sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar

  • Servette - Viktoria Plzen
  • Ajax - Aston Villa
  • Molde - Club Brugge
  • Union SG - Fenerbache
  • Dinamo Zagreb - PAOK
  • Sturm Graz - Lille
  • Maccabi Haifa - Fiorentina
  • Olympiacos - Maccabi Tel-Aviv

Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar fara fram 7. mars og seinni leikirnir 14. mars.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×