Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum fjöllum við um frumvarp um kaup ríkissjóðs á íbúðum Grindvíkinga sem samþykkt var í nótt. 

Forseti bæjarstjórnar segir að um fagnaðarefni sé að ræða en að mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópum betur. 

Þá fjöllum við um kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir en heimildir herma að viðræður séu komnar langt og að í gær hafi náðst samkomulag um forsenduákvæði í samningunum. 

Að auki heyrum við í formanni utanríkismálanefndar Alþingis sem stödd er í Kænugarði í tilefni af því að tvö ár eru á morgun liðin frá innrás Rússa inn í Úkraínu. 

Í íþróttapakka dagsins verður frækinn sigur á Ungverjum í körfuboltanum gerður upp og hitað upp fyrir landsleik Íslands í kvennaknattspyrnunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×