Frambjóðendur um Ísraelsleikinn: „Undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 09:01 Ísland mætir Ísrael í Ungverjalandi 21. mars. vísir/hulda margrét Frambjóðendur til formanns KSÍ eru á því að Ísland eigi að spila leikinn gegn Ísrael í umspili um sæti á EM í Þýskalandi í næsta mánuði. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify. KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru í framboði til formanns KSÍ en kosið verður á ársþingi sambandsins á morgun. Þremenningarnir mættu í Pallborðið til Henrys Birgis Gunnarssonar í gær. Þar voru þeir meðal annars spurðir út í afstöðu þeirra til þess hvort karlalandsliðið ætti að spila leikinn gegn Ísrael í næsta mánuði. „Það hefur verið tekin afstaða óbeint. Við erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn, starfsfólkið og svo framvegis. Ég held að stjórnin hafi ekki ályktað um þetta formlega. En við erum að gera þetta eins og mér sýnist og svo er það bara viðkomandi stjórnar sem tekur við að fara yfir það mál og taka afstöðu með öllum gögnum,“ sagði Guðni. „Ég vil hafa öll gögn í málinu, bæði frá UEFA og fleiri samskipti KSÍ við UEFA og svo framvegis. Það er mjög mikilvægt. Þetta er leikur sem er á dagskrá og þannig er það.“ Mjög erfið staða Þorvaldur og Vignir eru á því að Íslendingar eigi að spila leikinn gegn Ísraelum. „Þetta er mjög umdeilt og mjög erfið staða en mín skoðun er að við, KSÍ, skráum okkur í mót og tökum þátt í því. UEFA raðar niður og við lendum á móti Ísrael. Við erum sem betur fer ekki að spila í Ísrael eins og þeir óskuðu eftir. Ég tel að það sé undir UEFA komið að taka þessa ákvörðun. Þetta er stór ákvörðun. Ef við ætlum að draga okkur úr keppni verðum við fyrir sektum og öðru,“ sagði Þorvaldur. „Þetta er stór leikur fyrir okkur. Stjórnin þarf klárlega að setjast yfir það hvað er best í stöðunni en mér finnst þetta vera meira í höndum UEFA að taka ákvörðun hvort þessi leikur á að fara fram.“ Vignir tók í sama streng og Þorvaldur og Guðni. „Ég tek undir með kollegum mínum. Eins og Guðni segir höfum við kannski ekki öll gögn, hvernig UEFA er að hugsa þetta. En það er klárt, við erum að spila í Ungverjalandi í mars við Ísrael. Þetta er ekki þægileg staða en við erum undir hatti UEFA. Alþjóðasamfélagið er ekkert búið að útiloka Ísrael yfirleitt,“ sagði Vignir. „Það er alltaf verið að bera þetta saman við Rússland. Það má segja að það sé stríð á báðum stöðum en á meðan Rússarnir voru bara útilokaðir strax frá keppni innan UEFA og FIFA fórum við ekki að spila við þá. Eins og staðan er núna erum við að fara að spila þennan leik og ég held að besta leiðin fyrir okkur sé að við vinnum hann og sláum þá út.“ Horfa má á Pallborðið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið er einnig aðgengilegt í hlaðvarpi íþróttadeildar, Besta sætinu. Það er á öllum hlaðvarpsveitum og má hlusta hér á Spotify.
KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Pallborðið Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon Sport NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Guðni: Hefði ég átt að fara í þetta viðtal? Nei Guðni Bergsson, frambjóðandi í formannskosningu Knattspyrnusambands Íslands, svaraði í dag fyrir gagnrýni á störf sín þegar hann var áður formaður KSÍ. Guðni segir að málin sem urðu til þess að hann hafi sagt af sér hafi tekið mikið á sig og sína. Segist hafa tekið ábyrgð með því að hætta sem formaður og að hann sé nú reynslunni ríkari. 22. febrúar 2024 14:42