Fótbolti

Ben­fi­ca naum­lega á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG

Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi.

Benfica vann fyrri leik liðanna 2-1 og jafntefli dugði því til að komast áfram. Um er að ræða viðureign í „32-liða“ úrslitum en þar mætast lið sem enduðu í 2. sæti í sínum riðli í Evrópudeildinni og liðin sem enduðu í 3. sæti í sínum riðli í Meistaradeild Evrópu.

AC Milan var komið með annan fótinn í 16-liða úrslit eftir 3-0 sigur á Rennes í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var hins vegar töluvert jafnari. Benjamin Bourigeaud kom Rennes yfir en Luka Jović jafnaði metin og staðan 1-1 í hálfleik.

Bourigeaud kom Rennes aftur yfir, nú með marki úr vítaspyrnu en aftur komu gestirnir til baka. Portúgalski vængmaðurinn Rafael Leão jafnaði metin áður en Bourigeaud fullkomnaði þrennu sínu á 68. mínútu, aftur með marki af vítapunktinum.

Nær komust heimamenn í Rennes ekki og AC Milan því komið áfram í 16-liða úrslit. Dregið verður á morgun og verður drátturinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×