„Íbúar Gasa eins og dýr í búri“ Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 13:04 Bjarni svaraði fyrirspurn Þórunnar og sagði Ísland hafa gert miklu meira en önnur ríki til þess að ná út af Gasa þeim sem hefðu dvalarleyfi hér á landi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagðist deila áhyggjum Þórunnar Sveinbjarnardóttur Samfylkingu af stöðunni í Rafah. „Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Hún er hræðileg á alla vegu. Við erum að gera allt sem hægt er eftir diplómatískum leiðum til að hjálpa því fólki sem hér á í hlut að komast yfir landamærin. Það er einstök aðgerð. Hún er sömuleiðis að umfangi langt umfram það sem hefur verið tilvikið á Norðurlöndunum. En það breytir engu, við erum engu að síður mætt á staðinn og erum að þrýsta á það frá viðkomandi stjórnvöldum að þau sem eiga hér undir fái samþykki til að yfirgefa svæðið,“ sagði Bjarni í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu nú í morgun. Þórunn vildi vita hvernig á því stæði að ekki gengi sem skyldi að koma þeim þeim hælisleitendur sem hefðu dvalarleyfi en væru föst á Gasa, til Íslands. „Ég lít svo á að það sé siðferðileg skylda okkar að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að ná þeim út af Gasa. Af einhverjum ástæðum sem ég þekki ekki hefur almennum borgurum tekist að koma fólki yfir landamærin og alla leið til Íslands. Þetta snýst um það að við nýtum afl okkar í utanríkisþjónustunni til þess að gera þetta og að það verði lagður í þetta sá pólitíski vilji og þeir fjármunir og það mannafl sem þarf til að ná þeim út,“ sagði Þórunn. Hvernig ætlar Bjarni að bregðast við orðum Netayahus? Og Þórunn færðist í aukana: „Í dag eru næstum allir íbúar Gasa-svæðisins samankomnir á litlum bletti. Þau eru eins og dýr í búri, hæstvirtur forseti. Þau hafa enga leið til að flýja og það er verið að hóta allsherjarinnrás.“ Þórunn spurði Bjarna einnig út í nýfallin ummæli forsætisráðherra Ísraels, Netanyahus, þar sem hann tekur af allan vafa um afstöðu ríkisstjórnarinnar þar til tveggja ríkja lausnarinnar. „Hann segir Ísrael ekki tilbúið til þess að viðurkenna tveggja ríkja lausnina. Við höfum svo sem vitað að hægri öfgamenn í Ísrael hafa lengi verið þeirrar skoðunar og hafa látið eins og Óslóar-samkomulagið sé ekki til. Hér er um mjög harða afstöðu hægri öfgamanna í Ísrael að ræða og ég vil inna ráðherrann eftir því hvort hann hyggist bregðast sérstaklega við á opinberum vettvangi eða láta í ljós skoðun ríkisstjórnar Íslands og íslenskra stjórnvalda á þessum ummælum.“ Tveggja ríkja lausnin er haldreipið Bjarni fagnaði tækifærinu til að hafa um þetta nokkur orð: „Þetta viðhorf verður að breytast. Þetta leiðir okkur ekki neitt. Tveggja ríkja lausnin er haldreipi okkar til þess að skapa varanlegan frið. Það sama verður auðvitað að gerast hjá forystunni Palestínu-megin. Það viðhorf sem er ríkjandi til dæmis hjá þeim sem ráða förinni á Gasa verður sömuleiðis að breytast, en forystumenn þar hafa haft það að sjálfstæðu stefnumiði sínu að útrýma Ísraelsríki.“ Bjarni sagði þetta allt verða að breytast. „Við vonumst auðvitað til þess að friðarumleitanir sem nú standa yfir geti borið með sér einhverja von um langtímalausn og ég sé enga aðra leið í því en tveggja ríkja lausn.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Hælisleitendur Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira