„Reddari“ tekinn með haug af kannabis og sand af seðlum Árni Sæberg skrifar 22. febrúar 2024 14:25 Lögreglan á Selfossi handtók manninn. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fallist á kröfu lögreglu um að fá að rannsaka innihald síma manns, sem grunaður er um fíkniefnabrot í tveimur málum. Annars vegar póstlagði hann umslag sem innihélt kannabisefni og hins vegar var hann gripinn með mikið magn kannabisefna á sér ásamt hálfri milljón króna í seðlum. Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest. Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Landsréttar, sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Suðurlands í málinu. Í greinargerð Lögreglustjórans á Suðurlandi segir að þann 28. febrúar árið 2022 hafi verið lagt hald á póstsendingu með innanlandspósti vegna kannabislyktar. Fíkniefnaleitarhundur frá tollinum hafi merkt sendinguna, sem opnuð hafi verið í kjölfarið og reynst innihalda meint kannabisefni. Hald hafi verið lagt á sendinguna og hún afhent lögreglu. Maðurinn hafi verið skráður fyrir sendingunni og því boðaður til skýrslutöku á lögreglustöðinni á Selfossi. Hann hafi gengist við því að póstlagt sendinguna til vinar síns en ekki viljað tjá sig að öðru leyti. Hann hafi sagst hafa verið að „redda“ vini sínum með sendingunni. „Nýreyktur“ með fullan bíl af grasi Þann 17. apríl síðasta árs hafi maðurinn svo verið stöðvaður við eftirlit lögreglu á Suðurlandsvegi við Olís á Selfossi. Hann hafi ekið á 79 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Hann hafi verið beðinn um að framvísa ökuskírteini en sagst ekki eiga slíkt til þess að framvísa þar sem hann hefði verið sviptur ökuréttindum vegna kannabisreykinga. „Hann hafi einnig sagst vera nýreyktur,“ segir í greinargerðinni. Hann hafi verið handtekinn og bíll hans haldlagður til þess að unnt væri að leita í honum, vegna mikillar kannabislyktar sem lagði af honum. Umslag fullt af lóum Leitað hafi verið í bílnum að manninum viðstöddum. Í upphafi leitar hafi maðurinn verið spurður um hvort það væri eitthvað í bifreiðinni sem hann vildi framvísa og hann hafi þá bent á hvíta málningardollu í vinstra aftursæti sem hafi innihaldið meint kannabisefni. Þá hafi hann bent á grænan bakpoka með tveimur plastílátum í, einnig með meintu kannabisefni í. Í hólfi milli ökumannssætis og farþegasætis hafi fundist umslag sem maðurnni hafi sagt innihalda peningaseðla. „Aðspurður hvers vegna hann hafi haft svona mikið magn af kannabisi og umslag af peningum hafi hann sagst vera reddari og að hann væri í því að redda fólki.“ Í greinargerðinni segir að í umslaginu hafi verið 498.500 krónur, mest í tíu þúsund króna seðlum. Í úrskurði Landsréttar segir að fallist sé á það með Lögreglustjóranum á Suðurlandi að ástæða sé til að ætla að upplýsingar sem skipt geta miklu fyrir rannsókn málsins geti fengist með umbeðinni rannsóknaraðgerð. Því væri úrskurður héraðsdóms um að lögreglunni sé heimilt að rannsaka síma mannsins staðfest.
Lögreglumál Dómsmál Árborg Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira