Fótbolti

Ancelotti bauð Modric þjálfarastarf á næsta tíma­bili

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Luka Modric hefur þurft að sætta sig við minna hlutverk en oft áður á þessu tímabili
Luka Modric hefur þurft að sætta sig við minna hlutverk en oft áður á þessu tímabili David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images)

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, hefur boðið Luka Modric starf í þjálfarateymi félagsins ef leikmaðurinn ákveður að hætta að tímabilinu loknu. 

Talið er að Ancelotti hafi fyrst boðið Modric starf fyrir um tveimur mánuðum síðan og hann hafi þá neitað. The Athletic greinir hins vegar frá því að Modric sé enn að íhuga boðið. 

Modric hefur spilað fyrir Real Madrid síðan 2012 með frábærum árangri. Hann er nú orðinn 38 ára gamall og vill enn berjast fyrir sæti í liðinu, en áttar sig á eigin annmörkum og hefur þurft að sætta sig við meiri bekkjarsetu á þessu tímabili en hann er vanur. 

Samningur hans við félagið rennur svo út í sumar og talið er ólíklegt að Real Madrid vilji framlengja við hann sem leikmann. Sögusagnir hafa verið á sveimi að Modric ætli vestur um haf í MLS-deildina en sjálfur hefur hann ekkert sagt. 

Núverandi aðstoðarþjálfarar Carlo Ancelotti, sonurinn Davide Ancelotti og Francesco Mauri, höfnuðu báðir störfum í Sádí-Arabíu í janúar og ætla sér að vera áfram hjá Real Madrid, en einn mun þurfa að víkja ef Modric tekur tilboðinu. 

Ancelotti tjáði sig um málið og sagði ákvörðunina liggja hjá Luka Modric og engum öðrum. 


Tengdar fréttir

Mbappe semur við Real Madrid og fær 22 milljarða bónus

Franski knattspyrnumaðurinn og stórstjarnan Kylian Mbappe hefur komist að samkomulagi við Real Madrid. Hann gengur til liðs við spænska félagið þegar samningur hans við Paris Saint-Germain rennur út í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×