Segir að Toni Kroos sé Federer fótboltans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2024 11:01 Toni Kroos fagnar titli með Real Madrid ásamt börnum sínum. Getty/Silvestre Szpylma Argentínska knattspyrnugoðsögnin Juan Román Riquelme er mikill aðdáandi þýska miðjumannsins Toni Kroos og hann er alls ekki sá eini. Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Kroos hefur lengi verið í hópi bestu miðjumanna heims og lítur ekki út fyrir að vera gefa neitt eftir þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára gamall. Það þarf ekki að koma á óvart að þeim þýska sé hrósað en gömul argentínsk hetja hitti kannski naglann á höfuðið með öðruvísi samlíkingu. Kroos hefur spilað með Real Madrid í tíu ár eftir að hafa spilað með Bayern München sjö ár þar á undan. Hann vann Meistaradeildina einu sinni með Bayern og hefur unnið hana fjórum sinnum með Real. Riquelme lék á sínum tíma 51 landsleik fyrir Argentínu og lék einnig með Barclona og Villarreal á ferli sínum. Hann líkir Kroos við einn besta tennisspilara sögunnar. „Kroos er sá sem kemst næst því að vera Federer. Hann getur spilað fótbolta og farið heim án þess að fara í sturtu,“ sagði Riquelme við TNT Sports í Argentínu. Riquelme er í dag forseti Boca Juniors í heimalandinu. Roger Federer þykir mikll heiðursmaður innan sem utan vallar en hann er líka einn sá besti sem hefur spilað íþróttina. Þetta er því mikið hrós fyrir Kroos. „Það er ótrúlegt að fylgjast með honum. Hann lætur boltann ganga, fer aldrei í jörðina, skítur aldrei út búninginn sinn og svitnar ekki. Alveg ótrúlegur,“ sagði Riquelme. Það hefur verið orðrómur um að Kroos snúi aftur í þýska landsliðið fyrir EM á heimavelli í sumar. Hann lék sinn 106. og síðasta landsleik árið 2021. Kroos varð heimsmeistari með þýska landsliðinu árið 2014 en hann hefur aldrei orðið Evrópumeistari sem er einn af fáum stórum titlum fótboltans sem hann hefur ekki unnið á sigursælum ferli. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn