Hættur leynast enn í Grindavík og jarðkönnun ekki lokið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 12:11 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri Almannavarna. Vísir/Sigurjón Frá og með deginum í dag fá Grindvíkingar nær óskertan aðgang að bænum en ekki er ráðlegt að ganga um bæinn því hættur geta leynst þar víða. Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn. Undanfarnar fimm vikur hefur vinna við jarðkönnun farið fram en henni er ekki lokið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Við erum búin að rannsaka 80% af götunum,“ segir Hjördís sem útskýrir jafnframt að af þessum 80 prósentum sé aðeins búið að túlka um helming þeirra gagna. „Það er ennþá hætta til staðar og við getum ekki sagt með vissu að fólk eigi mikið að vera inni í bænum nema af nauðsyn.“ Hjördís var beðin um að leiðbeina fólki sem hyggst fara inn í bæinn og segja hver væri öruggasta leiðin til þess. „Best er að fara beint að sínu húsi eða því fyrirtæki sem fólk er að fara í. Fara beint að húsinu en ekki ganga um Grindavík, vera ekki að fara um gangstéttirnar og alls ekki um opin svæði. Þetta snýst um að fara inn í húsin sín og svo til baka.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Þegar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði grein fyrir ákvörðun sinni um aukið aðgengi í gær tilgreindi hann nokkra fyrirvara vegna öryggismála. Innviðir voru sagðir í lamasessi og sprungur geti opnast án fyrirvara. Fólk færi inn bæinn á eigin ábyrgð en Grindavík væri, sem stæði, ekki staður fyrir börn. Undanfarnar fimm vikur hefur vinna við jarðkönnun farið fram en henni er ekki lokið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. „Við erum búin að rannsaka 80% af götunum,“ segir Hjördís sem útskýrir jafnframt að af þessum 80 prósentum sé aðeins búið að túlka um helming þeirra gagna. „Það er ennþá hætta til staðar og við getum ekki sagt með vissu að fólk eigi mikið að vera inni í bænum nema af nauðsyn.“ Hjördís var beðin um að leiðbeina fólki sem hyggst fara inn í bæinn og segja hver væri öruggasta leiðin til þess. „Best er að fara beint að sínu húsi eða því fyrirtæki sem fólk er að fara í. Fara beint að húsinu en ekki ganga um Grindavík, vera ekki að fara um gangstéttirnar og alls ekki um opin svæði. Þetta snýst um að fara inn í húsin sín og svo til baka.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33 Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48 Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19. febrúar 2024 22:33
Áhyggjuraddir og spurningaflóð á hitafundi um Grindavík „Ég er búin að sakna þess að þið upplýsið mig sem íbúa og fyrirtækjaeiganda um stöðuna í sveitarfélaginu og ég óska eftir því að frá og með deginum í dag verði þar breyting á.“ 19. febrúar 2024 19:48
Grindvíkingar fá aðgengi allan sólarhringinn Grindvíkingar og þeir sem starfa í bænum fá aðgengi að honum allan sólarhringinn. Þetta er ákvörðun Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. febrúar 2024 12:27