Innlent

Flutti DVD-diska með barnaníðsefni til Ís­lands

Jón Þór Stefánsson skrifar
Málið var til rannsóknar hjá Lögreglunni á Akureyri.
Málið var til rannsóknar hjá Lögreglunni á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hlaut í síðustu viku eins árs fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir vörslu barnaníðsefnis.

Maðurinn var ákærður fyrir kynferðisbrot fyrir að vera með tvo DVD-diska á heimili sínu á Akureyri sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Fram kemur að maðurinn hefði keypt diskana í ferðalögum sínum erlendis fyrir nokkrum árum og flutt þá til Íslands.

Fram kemur að annar diskurinn hafi innihaldið efni sem var fjórar klukkustundir og 25 mínútur að lengd.

Maðurinn játaði sök, og þótti dómnum ekki ástæða til að draga játningu hans í efa. Hann krafðist lægstu refsingar sem lög leyfa.

Í dómnum kemur fram að við mat refsingar verði að líta til þess „hvort lífi barns hafi verið stofnað í hættu, hvort barn hafi verið beitt grófu ofbeldi, hvort barn hafi beðið líkams-eða heilsutjón eða hvort brot sé framið á kerfisbundinn eða skipulagðan hátt.“ Þá segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn stuðlað að og hvatt til frekari brota af sama tagi gagnvart börnum.

Maðurinn á engan sakaferill að baki og því þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsingu hans, en að öðru leyti þykir hann eiga sér engar málsbætur. Líkt og áður segir hlaut hann tólf mánaða skilorðsbundin dóm, en þá er honum gert að greiða 436 þúsund krónur í sakarkostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×