Býst við að fáir muni gista í bænum Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2024 14:56 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Einar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir nýjar aðgengisreglur í bænum fyrst og fremst breyta miklu fyrir fyrirtækin. Hann býst ekki við að margir muni gista í bænum og brýnir fyrir íbúum að fara varlega. „Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
„Þetta getur breytt þó nokkuð miklu fyrir fyrirtæki í bænum sem hafa stíft óskað eftir því að fá að vera lengur heldur en hefur gefist hingað til,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið hafa yfirvöld rýmkað aðgengisreglur að bænum. Íbúar fá að fara inn í bæinn á eigin ábyrgð allan sólarhringinn. Innviðir mjög laskaðir „Þannig þetta er kannski mesta breytingin fyrir fyrirtækin, ég á ekki von á því að íbúarnir fari að gista í bænum nema þá í algjörum undantekningartilvikum, enda eru innviðir mjög laskaðir. Það er til dæmis ekki komið kalt vatn á ennþá og heita vatnið heldur tæpt.“ Fannar segir fyrirtæki í bænum misháð vatnsveitu bæjarins. Sum þurfi hana ekki í eins miklum mæli í starfsemi sinni. Búist er við því að kalt vatn verði komið aftur í lag í bænum á miðvikudag. „Þannig að þetta er auðvitað bara mjög tæpt ástand hjá okkur. En sum fyrirtæki þurfa ekki á öðru vatni að halda en þau geta orðið sér úti um sjálf. Það er misjöfn staðan.“ Viðbragsaðilar verði til staðar Fannar segir gæslu verða til staðar á svæðinu. Lögregla verði þar með viðbúnað auk björgunarsveita og slökkviliðs. Hann ítrekar að um mjög varasamt svæði sé að ræða. „Þetta er auðvitað bara mjög varasamt svæði og ekki óhætt að vera á ferðinni utan gatna-og stígakerfisins og íbúum er það held ég alveg fullljóst og það verður að fara að öllu með gát.“ Þá segir Fannar að fyrirtæki bæjarins hafi komið sér upp öryggis- og viðvörunaráætlunum. Hann segist tæplega eiga von á því að margir íbúar muni snúa til baka til bæjarins. „Barnafólk mun örugglega ekki gera það. Það getur verið að pör og fólk sem býr eitt, að það fari heim en ég held það verði ekki mikið um það núna til að byrja með.“ Á von á góðri mætingu á íbúafund Íbúafundur Grindvíkinga fer fram í dag í Laugardalshöll klukkan 17:00. Þar mun Fannar meðal annars sitja fyrir svörum. „Ég held að bæði íbúar og ekki síður fyrirtækin fagni því að hafa rýmri tíma til þess að athafna sig í Grindavík en fundurinn á eftir, hann er gagnvirkt samtal milli bæjarstjórnar og íbúanna,“ segir Fannar. „Þar getur ýmislegt borið á góma og það verður reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þar koma og ég bara vonast eftir góðri mætingu og góðum fundi þar sem ýmislegt verður upplýst eða útskýrt fyrir íbúum.“ Eru einhver tilmæli til íbúa sem þú vilt koma á framfæri? „Ég vil bara fyrst og fremst brýna fyrir fólki að fara gætilega heima í Grindavík og ég þykist nú vita að það séu allir íbúar meðvitaðir um það. Eins og ástandið er núna eru opin svæði ekki örugg og þess vegna þarf að fara að öllu með gát.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira