Innlent

Blautt í veðri

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Blautt verður í veðri víðast hvar á landinu næstu daga.
Blautt verður í veðri víðast hvar á landinu næstu daga. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og þá verða skúrir sunnan- og vestanlands. Norðanlands er lítilsháttar súld á köflum framan af degi en eftir hádegi birtir þar til.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að að von sé á næstu skilum að landinu með suðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu. Fyrst sunnan- og vestantil en í kvöld og nótt fara skilin norður með úrkomu í öðrum landshlutum.

Á morgun verður svo aftur suðlæg átt með skúrum. Hiti verður eitt til sjö stig. Yfirleitt í kringum frostmark norðaustanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir eða él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti í kringum frostmark.

Á miðvikudag:

Suðlæg átt, 8-13 m/ og rigning eða slydda, en norðaustan 8-15 og slydda eða snjókoma norðvestantil. Hiti nálægt frostmarki. Dregur heldur úr vindi og úrkomu er líður á daginn.

Á fimmtudag:

Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en byrjar að snjóa norðantil undir kvöld. Sums staðar frostlaust við ströndina, annars vægt frost.

Á föstudag og laugardag:

Útlit fyrir norðlæga átt með éljum og frost 0 til 5 stg, en lengst af bjartviðri og frostlaust sunnan heiða.

Á sunnudag:

Líklega suðvestanátt með súld, en skýjað með köflum á austanverðu landinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×