„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. febrúar 2024 23:28 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Visis hf. vísir/arnar „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. „Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
„Við höfum fullan hug á því að fara inn og það verður gert eins fljótt og hægt er,“ segir hann í samtali við Vísi. Fyrr í kvöld var greint frá því að tíðinda væri að vænta um fyrirkomulag lokunar inn í Grindavík. Ákvörðun embættisríkislögreglustjóra rennur út á morgun og Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum metur nú næstu skref. Hvernig skal lifa með þessu? „Það er bara einn stór fíll í herberginu sem er tryggingamál,“ segir Pétur Hafsteinn og bætir við að það verði að finna rekstrargrunn fyrir því að hlaupa stanslaust inn og út úr stóru fyrirtæki. „Annað er það hvernig umhverfi við erum að vinna í. Þannig að þetta er flókið en við erum með ákveðin plön um hvernig við förum aftur inn. Við höfum startað tvisvar eftir 10. nóvember og í bæði skiptinn endað í tjóni með afurðir og þau verk sem eru í gangi,“ bætir hann við. Landrisið nú geri það að verkum að aðilar þurfi að fara að setjast niður og ræða hvernig skuli lifa með þessu. „Þannig allir hafi sæmilega fast land undir fótum,“ segir Pétur Hafsteinn 150 manns í vinnu „Við höfum skynjað það að það er að losa eitthvað til um þetta núna. Ég hef samt sem áður bent á það að það tekur allt of langan tíma að losa um eftir hvern atburð. Nú er liðin rúm vika frá því að það gaus. Við höfum haldið því fram að það taki ekki nema einn eða tvo daga að kanna atvinnusvæðið okkar.“ Bæði Vísir og Þorbjörn hafa hafið vinnu meðal öryggisdeilda fyrirtækjanna ásamt öryggisstjóra Almannavarna. Það standi til að bjóða öðrum fyrirtækjum að gerast aðilar að því. „Við höfum farið fram á að stjórna þessu sjálfir og gerum okkur grein fyrir því að það er þvílík ábyrgð, þannig að við þurfum að hafa öryggismálin á hreinu,“ segir Pétur Hafsteinn að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52 Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. 14. febrúar 2024 18:52
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14. febrúar 2024 13:26