Fyrirtækjum í Grindavík að blæða út Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 18:52 Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir um gríðarlega hagsmuni að ræða að auka aðgengi að fyrirtækjum í Grindavík en samanlögð ársvelta atvinnulífsins í bænum nemi áttatíu milljörðum króna. Vísir/Arnar Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrari svörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi. Bæjarstjórn tekur undir með fyrirtækjunum um aukið aðgengi. Forsvarsfólk grindvískra fyrirtækja sendu bæjarstjórn, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra ákall í dag þar sem kemur fram að þau séu komin að þolmörkum. Til að halda lífi þurfi þau að fá aukið aðgengi að bænum frá klukkan sjö að morgni til nítján á kvöldin. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir um gríðarlega hagsmuni að ræða en samanlögð ársvelta atvinnulífsins í bænum nemi um áttatíu milljörðum króna. Um hundrað og þrjátíu starfsmenn fyrirtækisins hafa nú þegar farið af launaskrá og á úrræði ríkisins sem gildir út júní á þessu ári. „Fyrirtækjunum er einfaldlega að blæða út. Þau eru súrefnislaus. Einyrkjarnir lýsa hvað strangar aðgengisreglur hafa farið illa með þá. Það er ákall að gera þessar breytingar svo fólk geti haft einhverja von um að ljósin verði kveikt í bænum. Ríkið er núna að kaupa allar íbúðareignir í bænum og það hlýtur að vera hagur þess eins og allra að atvinnulífið fari í gang því ef það gerist ekki verða þessar eignir verðlausar. Þessu hefur ekki verið stýrt rétt. Við höfum misst af tækifærum til að vera inni þegar það hefur verið í lagi. Fyrst og fremst er þetta ákall um það að heimamönnum verði hleypt betur að ákvarðanatöku um aðgengi,“ segir Pétur. Guðmundur Pétur Davíðsson stjórnarformaður Ægis niðursuðuverksmiðju í bænum segir að fyrirtækið hafi vegna stöðunnar þurft að taka ríflega tuttugu starfsmenn af launaskrá og þeir fari á úrræði ríkisins. „Fyrirtækið er bara lokað, engin starfsemi. Við höfum lítið fengið að fara inn til Grindavíkur að bjarga verðmætum, það hefur verið erfitt að fá leyfi til að fara inn eða að ná í nokkurn mann,“ segir hann. Þeir Pétur og Guðmundur telja að það hefði átt að treysta fyrirtækjum meira fyrir öryggismálum á svæðinu, þannig hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum. „Við höfum ekki fengið að sækja vörur sem við vorum búnir að selja eða vélar sem við ætluðum að nota annars staðar. Þetta er búið að vera mjög óþægilegt og síðast í dag erum við loksins að fá að sækja gám sem við seldum til Evrópu fyrir mánuði en hefur beðið fyrir utan fyrirtækið af því máttum ekki koma inn á svæðið,“ segir Guðmundur. Stóri bleiki fíllinn eru tryggingar Þeir segja að í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón. „Vörur hafa skemmst af því fólki hefur ekki verið hleypt inn í tíma til að sækja þær. Í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum.“ segir Pétur Þá séu tryggingamál fyrirtækjanna í algjörri óvissu. „Almannavarnir þurfa að treysta okkur fyrir örygginu og aðgenginu. Sveitarfélagið þarf að klára að gera við vatn, rafmagn og hita á svæðinu og mér skilst að það sé ekkert svo langt í það. Þá þarf ríkið að spara fjármuni með því að aðstoða fólk að halda vinnunni á svæðinu. Loks eru það tryggingamál stórra og smærri fyrirtækja sem er stóri bleiki fíllinn í herberginu en þau eru falla milli vita og menn vita ekki hvar þau standa og þurfa svör sem fyrst,“ segir Pétur að lokum. Bæjarstjórn tekur undir Bæjarstjórn Grindavíkur sendi frá sér ályktun vegna málsins rétt fyrir klukkan sjö. Þar er tekið undir með fyrirtækjum í bænum um aukið aðgengi að bænum. „Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum. Mikilvægt er að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Enn er hægt að halda lífi í fyrirtækjum með því að hefja rekstur á meðan náttúran er róleg,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þar segir að lærst hafi á síðustu vikum og mánuðum að á milli atburða líði einhverjar vikur þar sem náttúran sé róleg og tími gefst til þess að vera í Grindavík. Öryggi fólks eigi alltaf að vera í forgrunni. Mikilvægt sé að kanna stöðu bæjarins og innviða eftir hvern atburð. „En strax að því loknu þarf að gera fyrirtækjum kleift að vinna í bænum frá morgni til kvölds, kl. 07:00 - 19:00, með öryggisvitund og tilbúnar viðbragðsáætlanir. Ef bærinn á að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þarf að halda ljósunum á í fyrirtækjunum.“ Grindavík Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira
Forsvarsfólk grindvískra fyrirtækja sendu bæjarstjórn, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðherra ákall í dag þar sem kemur fram að þau séu komin að þolmörkum. Til að halda lífi þurfi þau að fá aukið aðgengi að bænum frá klukkan sjö að morgni til nítján á kvöldin. Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir um gríðarlega hagsmuni að ræða en samanlögð ársvelta atvinnulífsins í bænum nemi um áttatíu milljörðum króna. Um hundrað og þrjátíu starfsmenn fyrirtækisins hafa nú þegar farið af launaskrá og á úrræði ríkisins sem gildir út júní á þessu ári. „Fyrirtækjunum er einfaldlega að blæða út. Þau eru súrefnislaus. Einyrkjarnir lýsa hvað strangar aðgengisreglur hafa farið illa með þá. Það er ákall að gera þessar breytingar svo fólk geti haft einhverja von um að ljósin verði kveikt í bænum. Ríkið er núna að kaupa allar íbúðareignir í bænum og það hlýtur að vera hagur þess eins og allra að atvinnulífið fari í gang því ef það gerist ekki verða þessar eignir verðlausar. Þessu hefur ekki verið stýrt rétt. Við höfum misst af tækifærum til að vera inni þegar það hefur verið í lagi. Fyrst og fremst er þetta ákall um það að heimamönnum verði hleypt betur að ákvarðanatöku um aðgengi,“ segir Pétur. Guðmundur Pétur Davíðsson stjórnarformaður Ægis niðursuðuverksmiðju í bænum segir að fyrirtækið hafi vegna stöðunnar þurft að taka ríflega tuttugu starfsmenn af launaskrá og þeir fari á úrræði ríkisins. „Fyrirtækið er bara lokað, engin starfsemi. Við höfum lítið fengið að fara inn til Grindavíkur að bjarga verðmætum, það hefur verið erfitt að fá leyfi til að fara inn eða að ná í nokkurn mann,“ segir hann. Þeir Pétur og Guðmundur telja að það hefði átt að treysta fyrirtækjum meira fyrir öryggismálum á svæðinu, þannig hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum. „Við höfum ekki fengið að sækja vörur sem við vorum búnir að selja eða vélar sem við ætluðum að nota annars staðar. Þetta er búið að vera mjög óþægilegt og síðast í dag erum við loksins að fá að sækja gám sem við seldum til Evrópu fyrir mánuði en hefur beðið fyrir utan fyrirtækið af því máttum ekki koma inn á svæðið,“ segir Guðmundur. Stóri bleiki fíllinn eru tryggingar Þeir segja að í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón. „Vörur hafa skemmst af því fólki hefur ekki verið hleypt inn í tíma til að sækja þær. Í mörgum matvæla-og sjávarútvegsfyrirtækjum hefði verið hægt að bjarga mun meiri verðmætum.“ segir Pétur Þá séu tryggingamál fyrirtækjanna í algjörri óvissu. „Almannavarnir þurfa að treysta okkur fyrir örygginu og aðgenginu. Sveitarfélagið þarf að klára að gera við vatn, rafmagn og hita á svæðinu og mér skilst að það sé ekkert svo langt í það. Þá þarf ríkið að spara fjármuni með því að aðstoða fólk að halda vinnunni á svæðinu. Loks eru það tryggingamál stórra og smærri fyrirtækja sem er stóri bleiki fíllinn í herberginu en þau eru falla milli vita og menn vita ekki hvar þau standa og þurfa svör sem fyrst,“ segir Pétur að lokum. Bæjarstjórn tekur undir Bæjarstjórn Grindavíkur sendi frá sér ályktun vegna málsins rétt fyrir klukkan sjö. Þar er tekið undir með fyrirtækjum í bænum um aukið aðgengi að bænum. „Fyrirtæki í Grindavík eru komin að þolmörkum. Mikilvægt er að opna bæinn fyrir aukinni starfsemi. Enn er hægt að halda lífi í fyrirtækjum með því að hefja rekstur á meðan náttúran er róleg,“ segir meðal annars í ályktuninni. Þar segir að lærst hafi á síðustu vikum og mánuðum að á milli atburða líði einhverjar vikur þar sem náttúran sé róleg og tími gefst til þess að vera í Grindavík. Öryggi fólks eigi alltaf að vera í forgrunni. Mikilvægt sé að kanna stöðu bæjarins og innviða eftir hvern atburð. „En strax að því loknu þarf að gera fyrirtækjum kleift að vinna í bænum frá morgni til kvölds, kl. 07:00 - 19:00, með öryggisvitund og tilbúnar viðbragðsáætlanir. Ef bærinn á að eiga möguleika að byggjast upp aftur þá þarf að halda ljósunum á í fyrirtækjunum.“
Grindavík Atvinnurekendur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Sjá meira