Innlent

Skjálfti í Bárðar­bungu og á­fram land­ris við Svarts­engi

Eiður Þór Árnason skrifar
Bárðarbunga í fjarska.
Bárðarbunga í fjarska. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,5 mældist í Bárðarbunguöskjunni klukkan 21:43 í gærkvöldi. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu og tiltekur náttúrúvársérfræðingur að skjálftar að þessari stærð eigi sér stað í Bárðarbungu öðru hverju. Bárðarbungukerfið er lengsta eldstöðvakerfi landsins og annað virkasta.

Samhliða þessu mælist skjálftavirkni áfram á Reykjaneshrygg og varð skjálfti að stærð 3,2 rétt norðvestur af klettadranginum Eldey klukkan 22:11 í gærkvöldi.

Þá heldur landris einnig áfram á svæðinu við Svartsengi. Land rís um 0,5 til 1,0 sentímetra á dag sem er svipaður hraði og eftir síðustu eldgos, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofunnar. Kvika heldur því áfram að safnast í kvikuhólfið undir Svartsengi og miklar líkur sagðar á því að atburðarrásin endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi.


Tengdar fréttir

Búast við svipaðri kviku­söfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar

Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars.

Land rís aðeins hraðar en fyrir gos

Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×