Fótbolti

AC Milan valtaði yfir Rennes og Kristian og fé­lagar komu til baka

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristian Hlynsson í baráttunni í leik kvöldsins.
Kristian Hlynsson í baráttunni í leik kvöldsins. ANP via Getty Images

AC Milan vann afar öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Rennes í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Á sama tíma gerðu Kristian Hlynsson og félagar í Ajax dramatískt 2-2 jafntefli gegn Bodø/Glimt í Sambandsdeildinni.

Ruben Loftus-Cheek kom AC Milan yfir gegn Rennes á 32. mínútu áður en hann tvöfaldaði forystu liðsins snemma í síðari hálfleik.

Rafael Leão bætti svo þriðja marki liðsins við á 53. mínútu og þar við sat. AC Milan fer því með örugga forystu til Frakklands þar sem liðin mætast í annað sinn að viku liðinni.

Þá vann Qarabag FK öruggan 4-2 útisigur gegn SC Braga á sama tíma, og Benfica vann 2-1 sigur gegnToulouse. Að lokum gerðu Lens og Freiburg markalaust jafntefli.

Í Sambandsdeildinni gerðu Kristian Hlynsson og félagar hans í Ajax dramatískt 2-2 tap á heimavelli gegn norska liðinu Bodø/Glimt.

Albert Grønbæk skoraði bæði mörk gestanna áður en varamaðurinn Branco Van den Boomen minnkaði muninn fyrir Ajax með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, en Odin Luras Bjortuft fékk að líta beint raut spjald fyrir brotið.

Manni fleiri tókst heimamönnum að jafna þegar Steven Berghuis kom boltanum í netið með síðustu spyrnu leiksins.

Þá vann Maccabi Haifa 1-0 sigur gegn Gent, Dinamo Zagreb sigraði Real Betis 1-0 á útivelli og Servette og Ludogorets Razgrad gerðu markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×