Úthúðaði eigin leikmanni: „Hlýtur að þurfa að fara á sjúkrahús“ Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 12:00 Hamari Traore fékk það hlutverk að glíma við einn albesta leikmann heims, Kylian Mbappé, í gærkvöld en var utan vallar þegar Mbappé skoraði. Getty/Catherine Steenkeste Hamari Traore sló ekki beinlínis í gegn hjá þjálfara sínum í leik með Real Sociedad gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. PSG vann leikinn 2-0 og þjálfarinn Imanol Alguacil var sérstaklega óánægður með fyrra mark PSG, sem Kylian Mbappé skoraði eftir hornspyrnu. Traore átti að dekka Mbappé en eins og sjá má hér að neðan kom markið á meðan að Traore fékk aðhlynningu utan vallar eftir að hafa kennt sér meins. Þessi 32 ára bakvörður kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Klippa: Mörk PSG gegn Real Sociedad „Ég fæ ekki skilið hvernig leikmaður, sem hefur neyðst til að fara af vellinum, einmitt þegar liðið hans er að fá á sig mark, endar ekki á sjúkrahúsi,“ sagði Alguacil blákalt á blaðamannafundi eftir leik. „Ég skil það ekki. Ef leikmaður skilur liðið sitt eftir manni færra þá hlýtur hann að þurfa að fara á sjúkrahús. Það hlýtur að vera alveg á hreinu,“ sagði Alguacil. Monumental cabreo de Imanol Alguacil tras la derrota de la Real Sociedad contra el PSG #UCL #EstudioEstadio "Yo no me explico que un jugador que ha tenido que salir del campo cuando el equipo iba a recibir un gol en contra no acabe en el hospital" https://t.co/56x6E4YT2r pic.twitter.com/yN8x05hYkf— Teledeporte (@teledeporte) February 14, 2024 Real Sociedad hefur nú spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora mark, og er komið niður í 7. sæti spænsku deildarinnar. Seinni leikur liðsins við PSG verður á Spáni 5. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
PSG vann leikinn 2-0 og þjálfarinn Imanol Alguacil var sérstaklega óánægður með fyrra mark PSG, sem Kylian Mbappé skoraði eftir hornspyrnu. Traore átti að dekka Mbappé en eins og sjá má hér að neðan kom markið á meðan að Traore fékk aðhlynningu utan vallar eftir að hafa kennt sér meins. Þessi 32 ára bakvörður kom svo aftur inn á og kláraði leikinn. Klippa: Mörk PSG gegn Real Sociedad „Ég fæ ekki skilið hvernig leikmaður, sem hefur neyðst til að fara af vellinum, einmitt þegar liðið hans er að fá á sig mark, endar ekki á sjúkrahúsi,“ sagði Alguacil blákalt á blaðamannafundi eftir leik. „Ég skil það ekki. Ef leikmaður skilur liðið sitt eftir manni færra þá hlýtur hann að þurfa að fara á sjúkrahús. Það hlýtur að vera alveg á hreinu,“ sagði Alguacil. Monumental cabreo de Imanol Alguacil tras la derrota de la Real Sociedad contra el PSG #UCL #EstudioEstadio "Yo no me explico que un jugador que ha tenido que salir del campo cuando el equipo iba a recibir un gol en contra no acabe en el hospital" https://t.co/56x6E4YT2r pic.twitter.com/yN8x05hYkf— Teledeporte (@teledeporte) February 14, 2024 Real Sociedad hefur nú spilað fimm leiki í röð í öllum keppnum án þess að skora mark, og er komið niður í 7. sæti spænsku deildarinnar. Seinni leikur liðsins við PSG verður á Spáni 5. mars.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira