Natasha kölluð inn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 10:30 Natasha Anasi hefur skorað eitt mark í fimm landsleikjum, í sigri gegn Tékkum á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Ronald Martinez/Getty Images Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira