Harry Kane einu skrefi nær því óhugsandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þetta var vægast sagt vandræðaleg vika fyrir Harry Kane og félaga í Bayern München. APMartin Meissner) Harry Kane vildi komast til liðs til að vinna loksins titla. Hann valdi þýsku meistarana í Bayern München og allir héldu að langþráður titill væri um leið kominn í höfn. Annað hefur komið á daginn. Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Þýski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Það efast enginn um hæfileika Kane enda einn mesti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur líka raðað inn mörkum með Bæjurum og er langmarkahæstur í þýsku deildinni með 24 mörk. Hann skoraði líka fullt af mörkum með Tottenham liðinu en tókst aldrei að vinna titil á þeim fjórtán árum sem hann var þar. It has taken Harry Kane just 8 months to turn Bayern Munich into Tottenham.What an impact. pic.twitter.com/qRKJncSWqY— Football Tweet (@Football__Tweet) February 14, 2024 Nú er hann einu skrefi nær því óhugsandi. Að vinna ekki titil með liðinu sem hefur orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð. Bayern hefur unnið að minnsta kosti einn titil á hverju tímabili frá 2011-12 þegar þeir misstu þýska meistaratitilinn til Jürgen Klopp og lærisveina hans í Dortmund. Frammistaða Harry Kane og Bayern liðsins í síðustu tveimur leikjum er risaáhyggjuefni enda voru undir tveir síðustu titlarnir í boði. Fyrst steinlá liðið 3-0 í toppslagnum á móti Bayer Leverkusen og er fyrir vikið nú fimm stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso. Í gær tapaði Bayern síðan 1-0 á móti Lazio í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lazio lék stóran hluta seinni hálfleik manni fleiri en tókst ekki að bæta við mörkum. Kannski sem betur fer fyrir þá þýsku. Bayern liðið á auðvitað seinni leikinn eftir en miðað við sjálfstraustleysið og ráðaleysið í leik liðsins er það langt frá því að vera sjálfgefið að liðið komi þar til baka. Liðið hefur náð samanlagt aðeins einu skoti á mark í þessum tveimur síðustu leikjum og Kane hefur verið eins og skugginn af sjálfum sér. Áður hafði liðið dottið út úr þýska bikarnum á móti C-deildarliði Saarbrücken og tapaði 3-0 í meistarakeppninni á móti RB Leipzig. Pressan er mikil á liðinu og ekki síst á Thomas Tuchel þjálfara. Það gerir framhaldið ekki auðveldara en verst af öllu er að liðið ber sig ekki eins og stórlið. Að mæta svo máttlaust til leiks í þessa tvo mikilvægu leiki segir mikið til um ástandið og það lítur hreinlega út fyrir það að Kane fái ekki að lyfta bikar í vor. Sem betur fer er þó seinni leikurinn á móti Lazio ekki fyrr en eftir þrjár vikur. Bæjarar hafa því tíma til að spila sig í gang. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Þýski boltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira