Hræðilegt að heyra sögurnar úr Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 14. febrúar 2024 23:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri segir ömurlegt að heyra sögur atvinnurekenda í Grindavík sem segja fyrirtæki bæjarins blæða út, en þau vilja skýrari svör frá stjórnvöldum um framhald atvinnulífs bæjarins. „Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
„Það er hræðilegt að heyra þessar sögur, enda er fólk þarna jafnvel að missa aleigu sína og hefur miklar áhyggjur af afkomu sinni og öllum þessu starfsmönnum, og við skiljum það mjög vel,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að starfsmönnum Ægis sjávarfangs í Grindavík hefðu verið teknir af launaskrá, en svipaða sögu var að segja af Vísi í Grindavík í síðustu viku, sem fór í álíka aðgerðir. Þar á undan var greint frá því að að stórum hluta starfsmanna Stakkavíkur, sem er líka í Grindavík, hefði verið sagt upp störfum. Í dag sendu fyrirtæki í Grindavík frá sér yfirlýsingu þar sem að sagði að fyrirtæki bæjarins væru komin að þolmörkum, og að mikilvægt væri að opna bæinn fyrir starfsemi. Sigríður segist vonast til að aðgerðir sem hafa verið í gangi undanfarið skili því að ástandið skýrist. „Það sem hefur verið í gangi undanfarnar vikur er vinna með jarðvegssjám, til að tryggja þessar aðkomuleiðir að bænum og að fyrirtækjunum. Það hefur verið samtal við eitthvað af fyrirtækjunum, en alls ekki öll og það er miður, en þau eru mjög mörg og mjög mismunandi. Þetta er ekki ein stærð sem passar fyrir alla.“ segir hún. „En nú sjáum við jákvæð teikn á lofti. Það er að koma miklu skýrari mynd á það hvar hætturnar liggja og þá er hægt að afmarka þær og setja öryggisþáttinn frekar á herðar fyrirtækjanna,“ segir Sigríður sem bætir að það þyrfti að ná samkomulagi um öryggisreglur. „Það er algjörlega markmið allra að það sé sterk og öflug atvinnustarfsemi í Grindavík. Við erum að reyna að vinna eins hratt og við getum í að geta opnað.“ Hefði mátt bæta samráð og samtal við atvinnurekendur? „Samtal og samráð í svona aðstæðum er aldrei nægilega gott. Við erum einmitt að reyna að ná til þessa hóps einmitt núna.“ Hún segir að ætlunin sé að nota jarðvegsmynd og áhættumat veðurstofu til að búa til kerfi um veru í Grindavík. „Þá er þetta bara eins og veðurspáin: gult, rautt, grænt. Þá vita allir hvað þeir eiga að gera, fyrirtækin hafa æft og eru með flóttaleiðir og svo framveigis. Þá er miklu meiri fyrirsjáanleiki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent