„Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 12:06 Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný. Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný.
Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira