„Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 12:06 Páll Erland, forstjóri HS Veitna, og Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar. Loka hefur þurft fyrir heita vatnið á ný í nokkrum hverfum á Suðurnesjum vegna bilanna í dreifikerfinu. Forstjóri HS veitna segir viðgerðir ganga vel. Stórnotendur á Suðurnesjum eru beðnir um að spara vatn og ekki verður hægt að fara í sund á næstu dögum. Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný. Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira
Suðurnesjabær eða Garður og Sandgerði var síðasta sveitarfélagið á Reykjanesskaga til að fá heitt vatn eftir að viðgerð lauk á Njarðvíkuræð í Svartsengi um helgina. Það gerðist að mestu eftir hádegi í gær. Það þurfti hins vegar að loka á ný fyrir fyrir hitaveitu við Gerðaveg, Gauksstaðaveg og Sunnubraut í Garði vegna leka í dreifikerfinu í morgun. Magnús Stefánsson bæjarstjóri telur að almennt hafi gengið vel að fá heitt vatn í bænum „Það byrjaði að koma hiti á mánudagskvöld og auðvitað hefur það verið misjafnt milli húsa hvernig næst að ná fullum þrýstingi á hitakerfin og eflaust vantar enn þrýsting á einhver hús. Það hafa að vísu komið upp einhverjir smá lekar í kerfinu hjá HS Veitum en heilt yfir held ég að þetta gangi bara vel,“ sagði Magnús í morgun. Nokkur hverfi án hitaveitu á ný Páll Erland forstjóri HS Veitna segir að bilanir hafi komið upp í nokkrum hverfum eftir að heitu vatni var á nýju veitt um kerfið á Suðurnesjum á mánudag. „Góðu fréttirnar eru að hitaveitan er komin í gang í öllu sveitarfélögunum en eins og við bjuggumst við þá hafa orðið einhverjar bilanir í dreifikerfunum á stöku stað og við höfum tímabundið þurft að loka þar aftur fyrir heita vatnið. Þetta eru hverfi í Njarðvík, Vogum og Sandgerði,“ segir hann. Pál segir viðgerðir ganga vel enda margir sérfræðingar að störfum en búast megi við einhverjum truflunum á heita vatninu áfram. „Þetta er ástand sem mun örugglega taka nokkra daga að ná tökum á,“ segir hann. Eitthvað í að sundlaugar opni Þá bendir hann á að það taki tíma að ná upp hita í húsum sem hafa verið án heits vatns í nokkra daga. „Staðan er sú að húsin á svæðinu eru ennþá köld og eru að taka gríðarmikið af heitu vatni til sín og meðan það er þá er ekki tímabært að opna sundlaugar á svæðinu,“ segir hann. Aðspurður hvort það hafi komið upp vandkvæði með nýju hjáveitulögnina í Svartsengi svarar Páll: „Það er bara svolítið að reyna á það hvernig það gengur,“ segir hann. Páll vill enn fremur koma á framfæri til íbúa að þegar hitaveita fer aftur í gang geti vatn orðið brúnleitt og það geti tekið nokkra daga að verða tært á ný.
Grindavík Suðurnesjabær Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Sjá meira