Orri og Alex í hóp gegn Man. City í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2024 14:46 Orri Steinn Óskarsson hefur meðal annars spilað á Old Trafford og Allianz Arena í vetur. Getty/Richard Sellers Mögulegt er að Rúnar Alex Rúnarsson spili sinn fyrsta leik fyrir FC Kaupmannahöfn í kvöld og Orri Steinn Óskarsson er einnig í leikmannahópi liðsins, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
FCK mætir ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, á Parken í Kaupmannahöfn, og hefst leikurinn klukkan 20. Nær öruggt má telja að Kamil Grabara verði í marki FCK en Rúnar Alex verður til taks á varamannabekknum, eftir að hafa verið fenginn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. Orri Steinn bíður enn eftir sínum fyrsta byrjunarliðsleik í Meistaradeildinni en hann kom við sögu í fimm leikjum af sex í riðlakeppninni í haust. Löng bið milli leikja hjá FCK Leikurinn í kvöld er sá fyrsti hjá FCK síðan liðið vann Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni 12. desember, því frí er í dönsku úrvalsdeildinni. Hjá dönsku meisturunum er Lukas Lerager í banni og þeir David Khocholava, Theo Sander, Nicolai Boilesen og Emil Højlund eru meiddir. Manchester City getur teflt fram sínu sterkasta liði og vill sjálfsagt ekki falla í sömu gryfju og Manchester United sem tapaði á Parken í haust, og féll úr keppni. City-menn geta enn unnið þrefalt rétt eins og á síðustu leiktíð, og orðið þannig fyrstir í sögunni til að verja þrennu, en Pep Guardiola er ekkert of bjartsýnn á slíkt ævintýri: „Við erum með 99,99% líkur á að okkur takist ekki að vinna þrennuna því það hefur aldrei, aldrei, aldrei, aldrei tekist,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi á föstudaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira