Sagður kalla Netanjahú drullusokk Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2024 16:16 Joe Biden og Benjamín Netanjahú hafa þekkst um langt skeið. Biden er sgaður orðinn pirraður á forsætisráðherranum. AP/Miriam Alster Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38
Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40