Vara við að sumarfrí valdi tekjumissi frá veðmálum Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 11:01 Gera hefur þurft hlé á Íslandsmótinu í fótbolta vegna þátttöku Íslands á stórmótum en skiptar skoðanir eru á því hvort að festa eigi sumarfrí í sessi. vísir/Hulda Margrét Tillaga Leikmannasamtaka Íslands um að knattspyrnufólk á Íslandi fái sumarfrí ár hvert virðist falla í nokkuð grýttan jarðveg hjá nefndum Knattspyrnusambands Íslands. Það er meðal annars talið valda tekjumissi vegna veðmálaréttinda. Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda. KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Sjá meira
Það styttist óðum í ársþing KSÍ sem haldið verður í Úlfarsárdal þann 24. febrúar. Á þinginu verður meðal annars kosið um nýjan formann, þar sem í kjöri eru Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Einnig verður kosið um nokkrar tillögur og þar á meðal er sú tillaga LSÍ að gert verði sumarhlé á keppnistímabilinu hjá meistaraflokkum á Íslandi. Lagt er til að hléið vari í að minnsta kosti fjórar vikur, þannig að leikmenn og þjálfarar fái að minnsta kosti 14 daga frí auk undirbúningstíma fyrir seinni hluta keppnistímabilsins. Bent er á að gera hafi þurft sumarhlé á Íslandi vegna þátttöku þjóðarinnar á stórmótum landsliða, og að þetta fyrirkomulag sé meðal annars notað í Svíþjóð. Athugasemdir vegna tillögunnar hafa borist bæði frá mótanefnd KSÍ og frá knattspyrnu- og þróunarnefnd KSÍ. Síðarnefnda nefndin er stuttorð og segir að tillagan feli í sér að niður falli fjórar vikur af fótbolta á stuttu íslensku sumri, og að huga þurfi að áhrifunum á þau lið sem ekki séu með góða vetraraðstöðu. Getraunir skilja tekjum fyrir félögin Í umsögn mótanefndar segir að það sé mat nefndarinnar að fjögurra vikna hlé sé ekki gott fyrir mótin á Íslandi. Það myndi valda því að byrja þyrfti fyrr og enda seinna en nú er, en að mörg félög hafi ekki yfir að ráða gervigrasi og þyrftu því að spila hluta móts á öðrum völlum en sínum heimavelli. Það skjóti skökku við að spila ekki þegar vellir á Íslandi séu í sínu besta standi. Þá bendir nefndin á að það skapi tekjur fyrir íslensk félög að veðjað sé á leiki þeirra, í gegnum sölu á veðmálaréttindum, og að þegar spilað sé á Íslandi yfir hásumarið sé lítið annað framboð fyrir getraunaheiminn af leikjum í öðrum löndum. Auk þess veltir mótanefnd upp þeirri spurningu hvaða áhrif sumarfrí hefði á áhorfendafjölda.
KSÍ Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Tengdar fréttir Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00 Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19 Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02 „Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Sjá meira
Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. 11. febrúar 2024 08:00
Afar ólíkar tillögur KSÍ og ÍTF um kjörgengi Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 14:19
Vignir verður með í formannsslagnum Nú er orðið ljóst að hið minnsta þrír bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþinginu sem fram fer eftir rúmar tvær vikur. 9. febrúar 2024 10:02
„Ætla ekki að vera inni á skrifstofu KSÍ milli níu og fimm alla daga“ Vignir Már Þormóðsson, sem hefur yfir að skipa mikilli reynslu af störfum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á komandi ársþingi sambandsins. 9. febrúar 2024 12:16