Fótbolti

Mourinho dreymir um að taka við Bayern og lærir þýsku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
José Mourinho leitar sér núna að nýrri vinnu og horfir til Þýskalands.
José Mourinho leitar sér núna að nýrri vinnu og horfir til Þýskalands. getty/Ivan Romano

José Mourinho hefur mikinn áhuga á að taka við Bayern München og er byrjaður að læra þýsku.

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, er undir mikilli pressu eftir 3-0 tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen í toppslag í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Bayern er fimm stigum á eftir Leverkusen.

Mourinho, sem var rekinn frá Roma í síðasta mánuði, hefur verið orðaður við Bayern og samkvæmt Bild myndi hann stökkva á það tækifæri ef það býðst.

Hinn 61 árs Mourinho hefur ekki enn þjálfað í Þýskalandi en það gæti breyst ef Tuchel tekst ekki að snúa við blaðinu hjá Bayern.

Á ferli sínum hefur Mourinho þjálfað í Portúgal, á Englandi, Ítalíu og Spáni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×