„Galgopaleg orðræða“ leiði sjaldnast til framkvæmdar Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 22:01 Sindri Snær og Ísidór Nathan virða fyrir sér dagskrána í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Geðlæknir sem framkvæmdi geðmat á sakborningum í hryðjuverkamálinu svokallaða bar fyrir dómi í dag að geðlæknisfræðilega stafaði hætta af hvorugum þeirra. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning.“ Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Kristinn Tómasson, einn reyndasti geðlæknir landsins hvað varðar framkvæmd geðmata í sakamálum, var fenginn til þess að framkvæma slíkt mat á þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni. Niðurstaða hans var að fimmtánda grein almennra hegningarlaga, sem kveður á um að þeim mönnum skuli ekki refsað, sem sökum meðal annars geðveiki, voru ófærir um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu, ætti við í hvorugu tilfelli. Kvíði og misnotkun fíkniefna Fyrir dómi bar hann að Sindri Snær væri meðal annars með sögu um áfallastreitu, kvíðaröskun og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt geðlæknisfræðilegu mati hans stafi engin hætta af honum vegna andlegra kvilla. Kristinn lagði áherslu á að geðlæknisfræðilegt mat og mat lögreglu þurfi alls ekki að fara sama. „En hann getur í sjálfu sér verið hættulegasti maður veraldar,“ sagði hann en vísaði ekki endilega til Sindra Snæs í þeim efnum. Áfengissýki geti ýtt undir aðra kvilla Þá sagði hann Ísidór eiga við athyglisbrest, ofvirkni og áfengissýki að stríða. Hið síðastnefnda geti í mörgum tilfellum ýtt undir áhrif hinna tveggja. Engum persónuleikum sem skipta máli varðandi málið sé heldur til að dreifa í hans tilfelli. Kristinn lagði töluverða áherslu á það að báðir mennirnir hafi gert sér grein fyrir því að vopnalagabrot þeirra væru refsiverð og þau voðaverk sem þeir eru sagðir hafa lagt á ráðin um hefðu verið það sömuleiðis, hefðu þau komið til framkvæmda. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs.Vísir/Vilhelm Þeir hefðu báðir talað opinskátt um það sem þeim fór á milli og verið eins hreinskilnir og búast hefði mátt við af ungum mönnum í mjög erfiðum aðstæðum. Þeir hafi báðir séð eftir þeirri orðræðu sem þeir viðhöfðu sín á milli. „Ljóst er að yfirgnæfandi þorri galgopalegrar orðræðu ungra manna leiðir ekki til neinna framkvæmda, það er óskaplega mikil undantekning,“ sagði Kristinn þegar Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, spurði hann út í það hversu mikið væri að marka orðræðu sem tveir ungir menn viðhöfðu sín á milli.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56 Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38 Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. 9. febrúar 2024 16:56
Unnustan segir Ísidór orðljótan en alls ekki ofbeldisfullan Kærasta Sindra Snæs Birgissonar, segir hann hafa verið í betra andlegu ástandi mánuðina áður en hryðjuverkamálið svokallaða kom upp en nokkurn tímann fyrr. Unnusta Ísidórs Nathanssonar segir hann hafa verið með nasistafána uppi á vegg en alls ekki ofbeldisfullan. 9. febrúar 2024 14:38
Fékk að prófa hálfsjálfvirkan riffil hjá föður ríkislögreglustjóra Faðir Sindra Snæs Birgissonar segir að sonur sinn hafi viljað breyta einskotariffli í hálfsjálfvirkan eftir að hafa fengið að prófa einn slíkan hjá Guðjóni Valdimarssyni, stórtækum vopnasafnara og föður ríkislögreglustjóra 9. febrúar 2024 12:33