Innlent

Opið hús hjá björgunar­sveitum: „Húsið er hlýtt“

Lovísa Arnardóttir skrifar
Hægt verður að fá heitt kaffi og jafnvel knús hjá björgunarsveitunum í dag.
Hægt verður að fá heitt kaffi og jafnvel knús hjá björgunarsveitunum í dag. Mynd/Björgunarsveitin Suðurnes

Björgunarsveitir á Reykjanesi fóru ekki í útköll í nótt vegna kulda þar og skorts á heituvatni. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir nóttina hafa verið rólega.

Björgunarsveitir í Garði og Reykjanesbæ hafi verið með opið hús í gær og það hafi líka verið rólegt þar.

Hann segir að stefnt sé á að hafa opið aftur í dag.

„Húsið er hlýtt og opið öllum,“ segir Jón Þór en það má líklega fá kaffi þar líka og köku.

Ekkert heitt vatn

Ekkert heitt vatn er á Reykjanesi eftir að hraun rann yfir Njarðvíkuræðina um hádegisbil í gær. Unnið er að tengingu varalagnar. Dregið hefur úr virkni eldgossins. 


Tengdar fréttir

Kalt i morguns­árið en dregur úr frosti

Nú í morgunsárið er kalt og rólegt veður á landinu en heldur mun draga úr frosti í dag. Annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil él austanlands og við norðurströndina. Frost verður á bilinu tvö til þrettán stig síðdegis.

Unnið að við­gerð og vega­gerð í alla nótt

„Þetta gekk vel. Það var tíðindalítið þegar kemur að eldgosinu en það hefur mikil vinna farið fram í nótt,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, um fregnir næturinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×