Staðsetning gossins ekki jafn ógnvekjandi og síðast Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2024 07:51 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og lögreglumaður, segir það mikinn létti að gosið sé fjær bænum en þegar gaus í janúar. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík, frétti af eldgosinu í morgun frá syni sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli. „Sonur minn sjá bjarmann og hringdi í mig.“ Hvernig leið þér þá? „Mér líður betur eftir að ég fékk að vita staðsetningu. Það er alltaf ákveðið óöryggi fyrst að átta sig á hvar þetta er. En við bjuggumst alveg við þessu. Þetta er búið að gerast það oft að maður hoppar ekki upp en staðsetningin skiptir öllu máli.“ Spurður um viðbrögð af hálfu bæjarins segir hann bæinn alveg tóman en að viðbragðsaðilar séu við lokunarpósta. En að hann sé rýmdur við þessar aðstæður. Hjálmar á von á því að bænum verði lokað á meðan þessu stendur, allavega á meðan viðbragðsaðilar og sérfræðingar átta sig á stöðunni. „Það er eðlilegt held ég og fólk skilur það.“ Bærinn rýmdur Síðustu daga hefur farið fram umfangsmikil verðmætabjörgun í bænum. Hjálmar segir alls ekki alla hafa tekið sitt dót. Hann sjálfur hafi sem dæmi ekki tekið einn stól og ætli ekki að gera það. „Það er heilmikið dót og sumir sem ætla ekkert að taka strax. Það er voðalega misjafnt. Ég hef ekki tekið einn stól og ætla ekkert að taka. Ég bý syðst í bænum og verðum að sjá hvernig móður náttúra fer með okkur.“ Hjálmar segir staðsetninguna mikinn létti. „Síðasta gos var frekar ógnvekjandi en þetta er á betra stað.“ Hjálmar starfar sem löggæslumaður en er í leyfi frá þeim störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálum. Hann á von á því að fara í ráðhúsið í dag til að taka stöðuna. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
„Sonur minn sjá bjarmann og hringdi í mig.“ Hvernig leið þér þá? „Mér líður betur eftir að ég fékk að vita staðsetningu. Það er alltaf ákveðið óöryggi fyrst að átta sig á hvar þetta er. En við bjuggumst alveg við þessu. Þetta er búið að gerast það oft að maður hoppar ekki upp en staðsetningin skiptir öllu máli.“ Spurður um viðbrögð af hálfu bæjarins segir hann bæinn alveg tóman en að viðbragðsaðilar séu við lokunarpósta. En að hann sé rýmdur við þessar aðstæður. Hjálmar á von á því að bænum verði lokað á meðan þessu stendur, allavega á meðan viðbragðsaðilar og sérfræðingar átta sig á stöðunni. „Það er eðlilegt held ég og fólk skilur það.“ Bærinn rýmdur Síðustu daga hefur farið fram umfangsmikil verðmætabjörgun í bænum. Hjálmar segir alls ekki alla hafa tekið sitt dót. Hann sjálfur hafi sem dæmi ekki tekið einn stól og ætli ekki að gera það. „Það er heilmikið dót og sumir sem ætla ekkert að taka strax. Það er voðalega misjafnt. Ég hef ekki tekið einn stól og ætla ekkert að taka. Ég bý syðst í bænum og verðum að sjá hvernig móður náttúra fer með okkur.“ Hjálmar segir staðsetninguna mikinn létti. „Síðasta gos var frekar ógnvekjandi en þetta er á betra stað.“ Hjálmar starfar sem löggæslumaður en er í leyfi frá þeim störfum vegna anna í sveitarstjórnarmálum. Hann á von á því að fara í ráðhúsið í dag til að taka stöðuna.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira