Héldu fyrir munninn þegar eigin þjóðsöngur var spilaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 08:00 Chancel Mangulu Mbemba, leikmaður Kongó, sést hér halda fyrir munninn og setja tvo putta upp að gagnauganu þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Getty/Ulrik Pedersen Leikmenn landsliðs Kongó vöktu allir sem einn athygli á hryllilegu ástandi í heimalandinu þegar þeir spiluðu einn stærsta fótboltaleikinn í sögu þjóðarinnar i gærkvöldi. Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
Kongó var að spila undanúrslitaleik í Afríkukeppninni á móti Fílabeinsströndinni. Leikurinn tapaðist á endanum 1-0 og því spila Kongómenn um þriðja sætið. Fyrir leikinn töluðu leikmennirnir um ástandið í landi þeirra og að þeir stæðu með fórnarlömbum ofbeldis heima fyrir. Þær vildu líka vekja alþjóða athygli á stöðu mála sem þeir svo gerðu. The DR Congo players & manager gesture during the national anthem ahead of their AFCON semifinal match against Ivory Coast.Currently there is major conflict in the eastern region of the DR Congo. pic.twitter.com/sS2S6CZQpO— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) February 7, 2024 Leikmennirnir héldu fyrir munninn þegar þjóðsöngurinn þeirra var spilaður og auk þess sem þeir settu tvo fingur við gagnaugað. Þetta á að tákna það að verið sé að drepa fólk í Kongó en að enginn tali um það. Kongó hafði áður slegið út Egyptaland og Gíneu í sextán liða og átta liða úrslitunum. Þetta er Lýðstjórnarlýðveldið Kongó eða Austur-Kongó en það er mikill óstöðugleiki og pólitísk átök í landinu eftir ágreining um niðurstöður kosninga í fyrra. Stjórnvöld eru líka að glíma við skæruliðasamtök í austurhluta landsins. Austur-Kongó er í Mið-Afríku og er þriðja stærsta land álfunnar. Það hefur áður heitið Belgíska Kongó, Kongó-Kinsasa og Saír (til 1997). Það á landamæri að Lýðveldinu Kongó í vestri, Mið-Afríkulýðveldinu og Suður-Súdan í norðri, Úganda, Rúanda, Búrúndí og Tansaníu í austri, og Sambíu og Angóla í suðri. Íbúar Kongó eru yfir 90 milljónir talsins. Landið er fimmtánda fjölmennasta land heims og það fjórða fjölmennasta í Afríku. Bardagar í landinu hafa hrakið margar milljónir á flótta. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Afríkukeppnin í fótbolta Austur-Kongó Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira