Innlent

Búið að rýma Bláa lónið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Bláa lónið var rýmt þegar skjálftahrinan hófst í morgun.
Bláa lónið var rýmt þegar skjálftahrinan hófst í morgun. Vísir/Vilhelm

Öll athafnasvæði Bláa lónsins í Svartsengi hafa verið rýmd vegna skjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í aðdraganda eldgossins sem hófst um klukkan 6 í morgun.

Þetta segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Rýming gekk vel og eru gestir ýmist á leið á önnur hótel eða komnir þangað og starfsmenn til síns heima.

„Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf,“ segir í tilkynningunni frá framkvæmdastjóra Bláa lónsins.

Allar starfsstöðvarnar í Svartsengi verða lokaðar í dag, eins og gefur að skilja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×