Eggert Gunnþór á heimleið: „Búa til almennilegt fótboltalið þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Eggert Gunnþór Jónsson fagnar sigri FH-liðsins á síðasta tímabili. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA í sumar, næstum tveimur áratugum frá því að hann lék síðast fyrir austan. Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust. Fjarðabyggð Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Eggert kemur til liðsins frá FH þar sem hann hefur leikið frá árinu 2020. Hann lék þar á undan í atvinnumennsku í Skotlandi, Englandi, Portúgal og Danmörku. Árið 2005 spilaði Eggert síðast fyrir austan þá með Fjarðabyggð en hann lék í tvö tímabil með liðinu þegar hann var fimmtán og sextán ára. „Loksins aftur tuttugu árum seinna á leiðinni heim á Austfirðina,“ sagði Eggert Gunnþór í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Eggert ætlar að taka slaginn með liðinu í C-deildinni. Hvernig líst honum á það verkefni? „Bara mjög vel. Þeir voru nálægt því að fara upp í fyrra og það eru stórhuga menn á bak við liðið, frábær þjálfari og flott teymi. Menn ætla að taka skrefið lengra, stefna á það að fara upp og byggja til framtíðar. Búa til almennilegt fótboltalið þarna,“ sagði Eggert. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og verður Eggert honum til halds og trausts. „Ég kem inn í teymið með Mikka og hlakka til að leggja mitt af mörkum til að hjálpa við að gera eitthvað gott. Þetta er hugsun sem ég hafði alltaf í hausnum þegar mig langaði að fara heim,“ sagði Eggert. „Ég vildi gefa eitthvað af mér til baka, bæði í samfélaginu en líka að hjálpa að búa vonandi til gott lið til framtíðar. Nú er líka verið að fara í það að sameina alla yngri flokkana undir eitt lið. Það var gott tækifæri fyrir mig að koma inn í þar og hjálpa til,“ sagði Eggert. „Byggt eitthvað til framtíðar því það er svo sannarlega allt til staðar þarna. Það er mikið af ungum leikmönnum sem eru að koma upp sem eru mjög efnilegir. Ég mun gera allt sem ég get til þess að hjálpa þeim og svo utan vallar líka. Það er höll þarna, það er verið að gera nýtt gervigras á Norðfirði og framtíðin er svo sannarlega björt,“ sagði Eggert. Er hann sjálfur að flytja austur? „Það er ekki alveg komið svo langt en ég hef í mörg hús að venda þarna. Bæði ég og konan erum Austfirðingar. Svo á maður sumarbústað þarna líka. Ég verð þarna alveg yfir hásumarið en fram að því þá verður maður eitthvað fram og til baka. Mestmegnis á staðnum,“ sagði Eggert. KFA stendur fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða og er samansafn félaga frá Neskaupsstað (Þróttur), Eskifirði (Austri), Reyðarfirði (Valur), Fáskrúðsfirði (Leiknir), Stöðvafirði (Súlan) og Breiðdalsvík (Hrafnkell Freysgoði). Félagið varð til árið 2022 þegar Leiknir Fáskrúðsfjörður og Fjarðabyggð sameinuðust.
Fjarðabyggð Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann