Fótbolti

Jonathan Tah skaut Bayer Leverkusen í undan­úr­slit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jonathan Tah fagnar sigurmarkinu með liðsfélögum sínum.
Jonathan Tah fagnar sigurmarkinu með liðsfélögum sínum. Lars Baron/Getty Images

Jonathan Tah reyndist hetja Bayer Leverkusen er liðið vann dramatískan 3-2 sigur gegn Stuttgart í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.

Waldemar Anton kom gestunum frá Stuttgart í forystu strax á elleftu mínútu leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Staðan því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Robert Andrich jafnaði hins vegar metin fyrir Bayer Leverkusen snemma í síðair hálfleik áður en Chris Fuhrich kom gestunum í Stuttgart yfir á nýjan leik á 58. mínútu.

Heimamenn gáfust þó ekki upp og varamaðurinn Amine Adli jafnaði metin fyrir liðið á 66. mínútu, rétt rúmrí mínútu eftir að hann hafði komið inn af varamannabekknum.

Það var svo Jonathan Tah sem reyndist hetja Bayer Leverkusen er hann tryggði liðinu dramatískan sigur með marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma eftir stoðsendingu frá Florian Wirtz.

Niðurstaðan því 3-2 sigur Bayer Leverkusen sem er á leið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar á kostnað Stuttgart sem situr eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×