Snjó ekki rutt burt, stórskemmt vallarhús og mörk og línur vantar Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 13:58 Vestramenn unnu sig upp í efstu deild í fyrra. Búið er að leggja nýtt gervigras á æfingavöll þeirra en ekki gera hann leikhæfan fyrir leiki í Lengjubikarnum, og enn er beðið eftir nýja aðalvellinum sem spila á á í Bestu deildinni. Facebook/Samúel og vísir/Diego Ísafjarðarbær þarf að þjónusta og styðja við fótboltastarfið í bænum með mun betri hætti en nú er. Þetta segir Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra. Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn