Lætur bæjaryfirvöld á Ísafirði fá það óþvegið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 23:01 Samúel Samúelsson eftir að Vestri tryggði sér sæti í efstu deild. Vísir/Stöð 2 Sport Formaður meistaraflokksráðs Vestra í fótbolta, Samúel Samúelsson - betur þekktur sem Sammi, er heldur betur ósáttur með bæjaryfirvöld á Ísafirði þessa dagana. Lét hann gamminn geysa á Facebook-síðu sinni. Vestri mun leika í Bestu deild karla á komandi leiktíð eftir að hafa komist upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar á síðasta ári. Mikil spenna er í bænum en Sammi telur þó bæinn ekki standa nægilega vel við bakið á knattspyrnudeildinni. Hann segir einfaldlega allt skotið niður. „Það er hreint með ólíkindum hvernig Ísafjarðarbær reynir markvisst að vinna gegn knattspyrnu hérna í bænum. Allar þær leiðir sem við kjósum og viljum vinna í sátt og samlyndi með bænum eru skotnar niður,“ sagi Sammi og heldur áfram. Kæmi mér ekki á óvart ef að Ísafjarðarbær myndi hreinlega óska eftir því að það verði ekki spilaður fótbolti hér í bæ. Það er hreinlega allt gert til að sjá til þess að það kosti vandræði og en meiri vinnu heldur en fyrir er. Takk kærlega fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar!“ Fyrr í dag fundaði bæjarstjórn Ísafjarðar og þar var „Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi“ fyrsta mál á dagskrá. Þar segir: „Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.“ „Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.“ „Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.“ Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Vestri mun leika í Bestu deild karla á komandi leiktíð eftir að hafa komist upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar á síðasta ári. Mikil spenna er í bænum en Sammi telur þó bæinn ekki standa nægilega vel við bakið á knattspyrnudeildinni. Hann segir einfaldlega allt skotið niður. „Það er hreint með ólíkindum hvernig Ísafjarðarbær reynir markvisst að vinna gegn knattspyrnu hérna í bænum. Allar þær leiðir sem við kjósum og viljum vinna í sátt og samlyndi með bænum eru skotnar niður,“ sagi Sammi og heldur áfram. Kæmi mér ekki á óvart ef að Ísafjarðarbær myndi hreinlega óska eftir því að það verði ekki spilaður fótbolti hér í bæ. Það er hreinlega allt gert til að sjá til þess að það kosti vandræði og en meiri vinnu heldur en fyrir er. Takk kærlega fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar!“ Fyrr í dag fundaði bæjarstjórn Ísafjarðar og þar var „Þjónusta á knattspyrnusvæði á Torfnesi“ fyrsta mál á dagskrá. Þar segir: „Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.“ „Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.“ „Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.“ Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi.
„Á 1270. fundi bæjarráðs, þann 22. janúar 2024, var lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Vestra þar sem óskað var eftir samningi við Ísafjarðarbæ um umsjá knattspyrnusvæðis á Torfnesi. Bæjarráð bókaði að það fæli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja málið fyrir að nýju.“ „Er nú málið lagt fyrir að nýju ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 1. febrúar 2024, varðandi þau verkefni sem vallarstarfsmaður þarf að sinna á knattspyrnusvæðinu. Jafnframt er lögð fram viðhaldsáætlun fyrir gervigrasið sem unnin er af Polytan, framleiðanda gervigrassins.“ „Fulltrúar Í-lista í bæjarráði telja rétt að starfsmenn íþróttamannvirkja skuli sjá um knattspyrnusvæðið á Torfnesi og Vallarhús. Bæjarstjóra falið að taka málið aftur upp á fundi bæjarráðs 8. apríl 2024. Áréttað að gerðar verði ítarlegar verklagsreglur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira