Neitar að hafa reynt að drepa fólk í Silfratjörn Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 14:10 Shokri Keryo gekk inn í dómsal í fylgd lögreglumanns. Vísir/Arnar Shokri Keryo, tvítugur karlmaður, neitaði sök þegar ákæra á hendur honum fyrir tilraun til manndráps við Silfratjörn í Úlfarsárdal var þingfest í dag. Verjandi hans, Leó Daðason, tók afstöðu til sakargifta fyrir hans hönd en hann talar ekki íslensku. Móðurmál hans er sænska og hann tjáði sig að öðru leyti í gegnum dómtúlk. Shokri er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum ónafngreindum einstaklingum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Shokri hafnaði sömuleiðis bótaskyldu í málinu. Sá sem varð fyrir skoti gerir hæstu bótakröfuna, upp á 3,5 milljónir króna. Hafi stofnað lífi og limum í augljósa hættu Sá sem varð fyrir skoti, Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár, hlaut sár á hægri sköflung. Þá brotnaði afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Rúða brotnaði í íbúð fjölskyldu og hafnaði skotið í vegg í íbúð þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Með háttsemi sinni er Shokri sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Önnur ákæra tekin upp í málinu Þegar málið var þingfest upp úr klukkan 14 í dag tilkynnti dómari að um tvær ákærur var að ræða. Seinni ákæran var gefin út þann 2. janúar síðastliðinn. Í henni er hann ákærður í sjö ákæruliðum fyrir umferðarlagabrot, með því að aka án ökuréttinda og í fimm tilfellum með kannabisefni í blóðinu. Keryo játaði sök í öllum sjö ákæruliðum þeirrar ákæru. Niðurstöðu rannsóknar beðið Í þinghaldinu kom fram að niðurstöðu rannsóknar á skothylkjum sé enn beðið og óljóst hvenær hún muni liggja fyrir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, sagði það eina hluta rannsóknar málsins sem enn er útistandandi. Fréttin var uppfærð eftir að Vísir fékk seinni ákæruna afhenta. Dómsmál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Verjandi hans, Leó Daðason, tók afstöðu til sakargifta fyrir hans hönd en hann talar ekki íslensku. Móðurmál hans er sænska og hann tjáði sig að öðru leyti í gegnum dómtúlk. Shokri er ákærður fyrir tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 2. nóvember í fyrra, á gatnamótum Skyggnisbrautar og Silfratjarnar, skotið fjórum skotum í áttina að fjórum ónafngreindum einstaklingum. Miskabótakrafa fimm einstaklinga sem ýmist urðu fyrir skoti eða stóð ógn af skotunum hljóðar upp á samanlagt níu milljónir króna. Shokri hafnaði sömuleiðis bótaskyldu í málinu. Sá sem varð fyrir skoti gerir hæstu bótakröfuna, upp á 3,5 milljónir króna. Hafi stofnað lífi og limum í augljósa hættu Sá sem varð fyrir skoti, Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár, hlaut sár á hægri sköflung. Þá brotnaði afturrúða og myndaðist dæld í afturhlera bíls. Rúða brotnaði í íbúð fjölskyldu og hafnaði skotið í vegg í íbúð þar sem fjögurra manna fjölskylda svaf, þar á meðal fjögurra og átta ára börn. Með háttsemi sinni er Shokri sagður hafa stofnað lífi og heilsu fólksins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Önnur ákæra tekin upp í málinu Þegar málið var þingfest upp úr klukkan 14 í dag tilkynnti dómari að um tvær ákærur var að ræða. Seinni ákæran var gefin út þann 2. janúar síðastliðinn. Í henni er hann ákærður í sjö ákæruliðum fyrir umferðarlagabrot, með því að aka án ökuréttinda og í fimm tilfellum með kannabisefni í blóðinu. Keryo játaði sök í öllum sjö ákæruliðum þeirrar ákæru. Niðurstöðu rannsóknar beðið Í þinghaldinu kom fram að niðurstöðu rannsóknar á skothylkjum sé enn beðið og óljóst hvenær hún muni liggja fyrir. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, sagði það eina hluta rannsóknar málsins sem enn er útistandandi. Fréttin var uppfærð eftir að Vísir fékk seinni ákæruna afhenta.
Dómsmál Skotárás á Silfratjörn Reykjavík Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira