Ekki fúll þó FCK hafi fyrst viljað annan Íslending Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 14:00 Rúnar Alex Rúnarsson er mættur til FC Kaupmannahafnar og sjálfsagt staðráðinn í að vinna sig inn í byrjunarlið danska stórveldisins. FCK/Gaston Szerman Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er hugsaður sem varamarkvörður hjá FC Kaupmannahöfn, að minnsta kosti fyrstu mánuðina. FCK reyndi líka að fá annan Íslending á undan honum en Alex lætur það ekki trufla sig. Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar. Danski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira
Rúnar Alex kom frítt til FCK frá Arsenal í síðustu viku, og á að veita aðalmarkverðinum Kamil Grabara samkeppni hjá danska stórveldinu fram á sumar. Í síðasta mánuði var annar íslenskur markvörður, Hákon Rafn Valdimarsson, í sigtinu hjá FCK en Hákon endaði á að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Skiljanlegt að FCK hafi reynt við Hákon Rúnar Alex sýnir því einfaldlega skilning að FCK hafi sóst eftir Hákoni. „Það er skiljanlegt að þeir reyni að fá svona mikinn hæfileikamann. Hann er stórkostlegur markvörður og mér fannst það klókt val hjá honum að fara til Brentford,“ segir Rúnar Alex við bold.dk. „En þetta truflar mig ekki, að svona stórt félag eins og FCK er núna, skuli líka reyna við þá efnilegustu í boði hverju sinni. Sú staðreynd að hann skyldi enda í Brentford sýnir að FCK er að gera eitthvað rétt,“ segir Rúnar Alex og lætur þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, það gerir það ekki. Þetta hefur kannski áhrif á aðra leikmenn en á endanum var það ég sem að fékk samning. Ég er bara svo ánægður með að vera í FCK. Stundum hef ég verið klárt fyrsta val hjá nokkrum liðum en öðrum stundum er ég númer tvö, þrjú eða tíu á listanum. Svona er leikurinn bara. Sumir samningar ganga upp og það verður ekkert úr öðrum. Maður lifir bara í núinu og gerir sitt besta fyrir félagið sem maður er í,“ segir Rúnar Alex. Þjálfarinn segir Rúnar Alex þurfa að sanna sig Jacob Neestrup, þjálfari FCK, segir ekkert launungarmál að Kamil Grabara sé fyrsti kostur í stöðu markvarðar hjá liðinu. Þannig verður það því eflaust í leikjunum við Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, og í öðrum leikjum liðsins fram á sumar. Í sumar fer þessi pólski markvörður hins vegar til Wolfsburg í Þýskalandi og þá opnast staða fyrir Rúnar Alex til að eigna sér. „Núna er það þannig að Kamil Grabara er stórkostlegur markvörður fyrir FC Köbenhavn og svo kemur Alex inn og reynir að pressa á hann eins og hann getur. Hann kemur og er til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Neestrup við Bold. Rúnar Alex hefur því næstu mánuði til að sýna að hann geti svo tekið við af Grabara. „Bæði hann og við vitum að svona er staðan fram á sumar. Hann hefur því núna fimm mánuði til að sýna okkur að við ættum að horfa til hans varðandi næsta aðalmarkvörð FC Köbenhavn,“ segir Neestrup. Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir FCK í dag þegar hann stóð í markinu í æfingaleik gegn Bröndby í Portúgal. Bröndby vann leikinn 2-1. Orri Steinn Óskarsson var einnig í byrjunarliði FCK og fékk færi í leiknum en skoraði ekki. Første kamp i FCK-trøjen for Alex Rúnarsson #fcklive #fckbif pic.twitter.com/4xkGC8ojg7— F.C. København LIVE! (@FCKobenhavnLIVE) February 5, 2024 FCK tekur á móti Manchester City í Meistaradeildinni 13. febrúar og hefur svo keppni í dönsku úrvalsdeildinni að nýju eftir vetrarfrí með leik við Silkeborg 18. febrúar.
Danski boltinn Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Sjá meira