Baulað á Beckham í fjarveru Messi Siggeir Ævarsson skrifar 5. febrúar 2024 06:31 David Beckham stillir sér upp ásamt poppstjörnunni G.E.M. fyrir leikinn vísir/Getty 40.000 aðdáendur Lionel Messi voru ósáttir við að sjá sinn mann ekki spila í æfingaleik Inter Miami gegn Hong Kong XI, en Messi er að glíma við meiðsli aftan í læri. David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024 Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira
David Beckham, sem er forseti félagsins og einn af eigendum þess, ávarpaði áhorfendur fyrir leikinn og þakkaði þeim kærlega fyrir stuðninginn og höfðinglegar móttökur. Þær voru þó ekki höfðinglegri en svo að mannhafið baulaði á Beckham þegar ljóst var að Messi myndi ekki spila. Uppselt var á leikinn og höfðu sumir ferðast um langan veg til að berja Messi augum. Það lá þó alltaf fyrir að Messi væri ekki heill heilsu og myndi mögulega ekki spila og var það gefið sérstaklega út fyrir leikinn að endurgreiðslur væru ekki inni í myndinni ef Messi myndi forfallast. Miðarnir á leikinn kostuðu allt upp undir 460 dollara og var Messi notaður óspart í auglýsingum fyrir leikinn. Einn ósáttur aðdáandi lét hafa þetta eftir sér: „Ég var kominn í upphitun og það eina sem ég sá var hann að teygja á. Messi er ekki ofurmódel. Fólk borgar ekki fyrir að sjá hann sitja á bekknum.“ Stjórstjörnurnar Lionel Messi og Luis Suarez á bekknum á bekknumvísir/Getty Miklu var tjaldað til í undirbúningi og kynningu fyrir leikinn en skipuleggjendur hans fengu styrk að upphæð tvær milljónir dollara frá stjórnvöldum í aðdraganda hans til að koma honum í kring. Yfirvöld í Hong Kong sendu frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem kom fram að það hefðu verið mikil vonbrigði að Messi hefði ekki tekið þátt í leiknum og ljóst að málið mun draga dilk á eftir sér. „Yfirvöld sem og knattspyrnuunnendur eru afar vonsvikin með það hvernig skipuleggjendur stóðu að þessu. Þeir skulda öllu knattspyrnuaðdáendum útskýringar. Íþróttamálanefnd ríkisins mun taka málið upp með skipuleggjendum og draga úr styrkveitingum í ljósi þess að Messi tók ekki þátt í leiknum.“ INTER MIAMI BOOED OFF THE FIELD IN CHINA The mood in Hong Kong turned sour after Messi didn't play in the #InterMiamiCF friendly. 40,000 fans chanted "Refund refund refund" and "Where is Messi?" (who sat on the bench). Beckham also booed post-match.pic.twitter.com/gjnbEfSRUr— World Soccer Talk (@worldsoccertalk) February 4, 2024
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Sjá meira