Fótbolti

Kristian spilaði allan leikinn í jafn­tefli stórliðanna

Dagur Lárusson skrifar
Kristian í baráttunni í leiknum.
Kristian í baráttunni í leiknum. Vísir/Getty

Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði allan leikinn fyrir Ajax er liðið gerði jafntefli við PSV í hollensku deildinni í kvöld.

Kristian Nökkvi var fyrr í dag valinn besti ungi leikmaður deildarinnar í janúar eftir frábæra spilamennsku undanfarið og hann var því að sjálfsögðu í byrjunarliði Ajax.

Það var Steven Berghuis sem kom Ajax yfir á 19. mínútu leiksins. Luke De Jong náði hinsvegar að jafna fyrir PSV á 34. mínútu og var staðan 1-1 í hálfleik.

Hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleiknum og voru lokatölur því 1-1. Eftir leikinner Ajax í fimmta sæti deildarinnar með 35 stig á meðan PSV er á toppnum með 56 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×