Mislingar greindust á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 19:15 Mislingar greindust á Landspítalanum eftir að maður leitaði til læknis á föstudag vegna útbrota. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. Þetta segir í tilkynningu á vef sóttvarnarlæknis. Þar segir að einstaklingurinn hafi fengið útbrot fimmtudaginn 1. febrúar og leitað til heilbrigðisþjónustu föstudaginn 2. febrúar. Hann sé nú kominn í einangrun. Sóttvarnarlæknir hefur haft samband við þau flugfélög sem fluttu viðkomandi þann 31. janúar og farþegar upplýstir um smithættu. Hún er mest áður en útbrot koma fram en dvínar eftir það dvínar og gengur yfir á nokkrum dögum. Upplýsingar um mislinga „Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum einni til þremur vikum eftir smit,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis. Þau sem hafi verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitist mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir séu hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum. „Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni (hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð), sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband,“ segir einnig. Telji fólk sig óbólusett við mislingum og vill láta bólusetja sig getur það haft samband við lækni eða heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall Heilsuveru. Þá er fólki bent á að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Ekki hjarðónæmi á Íslandi Þátttaka í bólusetningum á mislingum hefur dvínað á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Aspelund, landlæknis og er ekki hjarðónæmi á Íslandi. Mislingar séu mjög smitandi og hafi mikil áhrif á óbólusetta. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún í viðtali í Bítinu í síðustu viku. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef sóttvarnarlæknis. Þar segir að einstaklingurinn hafi fengið útbrot fimmtudaginn 1. febrúar og leitað til heilbrigðisþjónustu föstudaginn 2. febrúar. Hann sé nú kominn í einangrun. Sóttvarnarlæknir hefur haft samband við þau flugfélög sem fluttu viðkomandi þann 31. janúar og farþegar upplýstir um smithættu. Hún er mest áður en útbrot koma fram en dvínar eftir það dvínar og gengur yfir á nokkrum dögum. Upplýsingar um mislinga „Mislingar eru bráðsmitandi skæður veirusjúkdómur sem smitar frá öndunarvegi. Einkenni geta komið fram hjá smituðum einni til þremur vikum eftir smit,“ segir í tilkynningu sóttvarnalæknis. Þau sem hafi verið bólusett fyrir mislingum eða fengið mislinga áður smitist mjög ólíklega en ef það gerist eru einkenni oftast væg. Óbólusettir séu hins vegar í áhættu fyrir smiti og veikindum. „Ef haft hefur verið samband við þig vegna hugsanlegrar útsetningar og þú færð einkenni (hita, kvefeinkenni, augnroða og/eða útbrot á húð), sérstaklega ef þú hefur ekki verið bólusett(ur) við mislingum, eða ekki fengið mislinga, hvetjum við þig eindregið til að hafa samband við lækni/heilsugæslu símleiðis eða gegnum netspjall Heilsuveru. Vinsamlegast mætið ekki á heilsugæslu eða sjúklingamóttöku án þess að hafa fyrst samband,“ segir einnig. Telji fólk sig óbólusett við mislingum og vill láta bólusetja sig getur það haft samband við lækni eða heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall Heilsuveru. Þá er fólki bent á að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Ekki hjarðónæmi á Íslandi Þátttaka í bólusetningum á mislingum hefur dvínað á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Aspelund, landlæknis og er ekki hjarðónæmi á Íslandi. Mislingar séu mjög smitandi og hafi mikil áhrif á óbólusetta. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún í viðtali í Bítinu í síðustu viku.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Hafa áhyggjur af gífurlegri fjölgun mislingasmitaðra í Evrópu Vitað er til þess að rúmlega þrjátíu þúsund manns smituðust af mislingum í Evrópu í fyrra. Árið 2022 smituðust 941 og samsvarar aukningin því rúmlega þrjátíuföldun. Þetta kom fram á fundi ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu í dag. 23. janúar 2024 16:06