Innlent

Raf­magn tekið af Grinda­vík vegna eldingaveðurs

Árni Sæberg skrifar
Rafmagnslínan liggur ofan á hrauninu.
Rafmagnslínan liggur ofan á hrauninu. Vísir/Arnar

Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir eldingaveðri á Reykjanesi. Til að koma í veg fyrir tjón ef til eldingarveðurs kemur, var ákveðið að taka spennu af strengnum sem liggur yfir hraunið við Grindavík.

Í fréttatilkynningu almannavarna vegna þessa segir að ekki séu enn komnar eldingavarnir á raflínuna. Verið sé að vinna í því.

Vegna slæms veðurs á svæðinu sé ekki hægt að staðfesta hvort og hvenær hægt verður að koma á varaafli í Grindavík. Sú vinna sé í gangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×