Innlent

Ekkert stór­tjón í nótt en á­fram leiðinda­veður í kortunum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Áfram spáir leiðindaveðri; éljum og roki.
Áfram spáir leiðindaveðri; éljum og roki. Vísir/RAX

Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði.

Vegna hlýnandi veðurs var búist við asahláku og vatnselg í nótt en svo virðist sem niðurföll borgarinnar hafi staðið áhlaupið, að mestu í það minnsta. 

Gular viðvaranir taka síðan gildi fyrir hádegi í dag á vestur og suðurhelmingi landsins. 

Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestan hríð og dimmum éljum frá klukkan ellefu og fram til miðnættis. Vindur verður 13 til 18 metrar á sekúndu og má búast við afmörkuðum samgöngutruflunum í borginni. 

Á Faxaflóasvæðinu er spáð enn meiri vindi eða 15 til 23 metum og eru lokanir á vegum sagðar líklegar. 

Á Breiðafirði er spáð 13 til 20 metrum á sekúndu og dimmum éljum en þar verður hvassast á Snæfellsnesi og þar er einnig búist við samgöngutruflunum og lokunum vega um tíma. 

Veðrið færir sig svo suður með landinu og á Suðaustulandi er spáð 15 til 23 metrum og þar er búist við talsverðri eða mikilli snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni.

Vindaspá Veðurstofunnar fyrir hádegið.Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×