Vilhjálmur segir verðlækkun IKEA gott innlegg í kjaraviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 10:32 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir mjög jákvætt í baráttunni gegn verðbólgunni að IKEA hafi ákveðið að lækka vöruverð varanlega út árið um tæp sex prósent og BYKO ákveðið að frysta verð hjá sér í sex mánuði. Vísir/Vilhelm Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins settust aftur að samningaborði hjá ríkissáttasemjara upp úr klukkan níu í morgun. Formaður Starfsgreinasambandsins segir verðlækkun IKEA gott innlegg í viðræðurnar. Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson. Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Fylkingarnar funduðu í allan gærdag eftir tæplega viku hlé. Eftir fund á fimmtudag í síðustu viku fannst forystufólki breiðfylkingarinnar ekki ástæða til frekari fundarhalda. Hreyfing komst hins vegar á málin í gær eftir að samningsaðilar komust að samkomulagi um viðræðugrundvöll, að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari ákvað jafnframt að setja samningsaðila í fjölmiðlabann. Það hefur oft verið gert í gegnum tíðina þegar ætla má að farið sé að sjá til lands í kjaraviðræðum. Um 93 prósent félagsmanna á almenna vinnumarkaðnum tilheyra félögum innan breiðfylkingarinnar. Þrátt fyrir fjölmiðlabann náði fréttamaður að kreista nokkur orð út úr Vilhjálmi Birgissyni formanni Starfsgreinasambandsiins á leið til fundar í morgun. Hann segir frábært að IKEA hafi tilkynnt í morgun tæplega sex prósenta lækkun á verði um sex þúsund vörutegenda varanlega út þetta ár. „Og er bara gott innlegg í það sem við erum að gera hér. Því megin markmið okkar með þessari vinnu sem er á bakvið þessar dyr er nákvæmlega að ná niður verðbólgu og vöxtum sem eru að leika íslensk heimili grátt. Þannig að þetta eru afar jákvæ tíðindi," sagði Vilhjálmur. Umfang IKEA í verslun á Íslandi er mjög mikið og ekki útilokað að þessi mikla verðlækkun hafi áhrif á neysluvísitöluna og þar með verðbólguna. „Það gæti gert það. Þetta er stór verslun sem er þarna undir og þetta getur klárlega gert það. Síðan hefur náttúrlega legið fyrir núna að BYKO ákvað að frysta vöruverð hjá sér í sex mánuði. Þannig að núna bíður maður bara eftir tíðindum frá fleiri fyrirtækjum um að þau geri slíkt hið sama," segir Vilhjálmur Birgisson.
Kjaraviðræður 2023-24 Verðlag IKEA Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13 Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01 Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Lækka og festa vöruverð til ársloka IKEA á Íslandi hefur ákveðið að lækka vöruverð á rúmlega sex þúsund vörum frá og með deginum í dag og festir sömuleiðis vöruverð til ársloka 2024. Er þetta meðal annars gert til að greiða fyrir því að SA og verkalýðshreyfingin landi „skynsamlegum“ kjarasamningum sem fyrst. 1. febrúar 2024 08:13
Minnsta verðbólga í tæp tvö ár Verðbólga hefur ekki verið minni frá því í mars fyrir tveimur árum og mælist nú 6,7 prósentustig. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi inn í kjaraviðræður þar sem samningsaðilar stefna allir að gerð samninga sem leiði til minni verðbólgu og lækkun vaxta. 30. janúar 2024 13:01
Mögulegt að boða til verkfalla á fimmtudag Friðarskylda á almennum vinnumarkaði rennur út á fimmtudag. Formaður VR segir augljóst að gripið verði til aðgerða nálgist Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ekki breiðfylkingu verkalýðsfélaga við samningaborðið. Hugmynd formanns Starfsgreinasambandsins um engar launahækkanir á þessu ári dragi opinberir aðilar gjaldskrárhækkanir til baka hafi ekki verið rædd í innan breiðfylkingarinnar. 29. janúar 2024 12:13