Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2024 23:43 Taylor Swift, Harry Styles og Ariana Grande eru öll hjá Universal Music Group Vísir/EPA Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios. Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios.
Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira