Innlent

Bein út­sending: Bjarni til svara um Banka­sýsluna og banka­söluna

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með embætti fjármálaráðherra þegar ráðist var í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fór með embætti fjármálaráðherra þegar ráðist var í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Vísir/Einar

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund klukkan 9:15 þar sem til umræðu verður upplýsingagjöf til ráðherra um stöðu Bankasýslu ríkisins sem sjálfstæðrar stofnunar og um framkvæmd hæfisreglna stjórnsýsluréttar við undirbúning að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka 22. mars 2022.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan, en gestur fundarins verður Bjarni Benediktsson, fyrrverandi fjármála- og efnahagsráðherra.

Það var Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem óskaði eftir fundinum.

Sjá má fundinn í heild sinni í spilaranum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×