Bjarni býður sig fram til biskups Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2024 08:08 Bjarni Karlsson sálgætir og ráðgjafi. Arnar Halldórsson Bjarni Karlsson prestur hefur ákveðið að bjóða sig fram til biskups. Það tilkynnti hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð. Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Ég hef áhuga á því,“ sagði Bjarni þegar hann var beðinn að bregðast við því að nafn hans hefði komið upp í tengslum við biskupskjör á árinu. „Nú er ferli í gangi þar sem djáknar og prestar eru að ræða sín og milli og fá það lýðræðislega hlutverk og ábyrgð að tefla fram einhverjum þremur úr sínum hópi til að fara í biskupskjör,“ sagði Bjarni og að það hefði aldrei verið gert áður í biskupskjöri á Íslandi. Hann sagði að þann 6. febrúar verði ljóst hvaða prestum verði teflt fram. Eftir það fá þau mánuð til að fara á milli og kynna sig og svo verður valið á milli þeirra þriggja. Og þú sækist eftir þessu? „Ég geri það,“ sagði Bjarni. Spurður af hverju hann vill verða biskup sagði Bjarni að hann hefði notið þess að vera prestur og að þjóna fólki síðustu 33 ár. Kirkjan sé stórkostlegur vettvangur þar sem er verið ávarpa tilgang lífsins. „Þetta er stærsti lýðræðisvettvangur sem við eigum sem samfélag, ef við raunverulega viljum nota hann,“ sagði Bjarni. Starfaði í Vestmannaeyjum og Laugardal Bjarni var um skeið prestur í Laugarneskirkju og í Vestmannaeyjum. Hann gaf einnig nýlega út bókina Bati frá tilgangsleysi sem hann ræddi einnig í Bítinu. Bjarni Karlson og Jóna Hrönn Bolladóttir. Á heimasíðu einkastofu Bjarna Haf kemur fram að hann hafi lokið embættisprófi í guðfræði ári 1990 hafi þá verið vígður til starfa í Laugarneskirkju. Eftir það var hann kjörinn sóknarprestur í Vestmannaeyjum og starfaði þar í sjö ár, ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur presti. Að því loknu fór hann aftur til starfa fyrir Laugarneskirkju þar sem hann starfaði í sextán ár. Bjarni hefur sinnt hjónabandsráðgjöf og sálgæslu og sinnt því á einkastofu sinni Haf síðustu ár. Stofuna rekur hann með Andra Bjarnasyni sálfræðingi. Nýr biskup tekur við næsta haust Boðað hefur verið til kosninga um nýjan biskup Íslands á kirkjuþingi í mars, en Agnes M. Sigurðardóttir, núverandi biskup, mun láta af störfum í kjölfarið. Nýr biskup verður svo vígður inn í embætti þann 1. september næstkomandi. Nú þegar hafa Sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, séra Ninna Sif Svavarsdóttir og séra Guðmundur Karl Brynjarsson gefið kost á sér í embætti biskups. Prestar og djáknar geta tilnefnt þann prest sem þeir telja hæfan í embættið. Þrjú efstu sem fá flestar tilnefningar fara áfram í biskupskosningar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Bítið Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira