Innlent

MAST kærir niður­fellingu Helga á rann­sókn

Jakob Bjarnar skrifar
Helgi er fyrir miðju á myndinni en Jónatan Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn til hægri og Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn til vinstri. Ýmsir andstæðingar laxeldis töldu að rannsókn heimamanna á strokinu myndi ekki leiða til ákæru og sú varð niðurstaðan. 
Helgi er fyrir miðju á myndinni en Jónatan Guðbrandsson aðstoðaryfirlögregluþjónn til hægri og Hlynur Hafberg Snorrason yfirlögregluþjónn til vinstri. Ýmsir andstæðingar laxeldis töldu að rannsókn heimamanna á strokinu myndi ekki leiða til ákæru og sú varð niðurstaðan.  Lögreglan á Vestfjörðum

Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju.

Mikla athygli vakti þegar Helgi ákvað að fella niður rannsóknina en þeir sem láta sig málið varða hafa talið nánast formsatriði að kært verði í málinu. En Helgi felldi niður rannsóknina og gaf ekki miklar útskýringar á þeirri ákvörðun sinni.

Málið sem Helgi rannsakaði varðar það þegar 3.500 þúsund laxar sluppu úr kví Artic Sea Farm í Kvígindisdal í Patreksfirði í ágúst 2023. „Að mati Matvælastofnunar var innra eftirliti ábótavant og ekki var farið að verklagsreglum sem félagið hafði sett sér við slátrun sem leiddi til umfangsmikils stroks á eldisfiski.“

Mast fullyrðir að brotalamir hafi verið á starfseminni og ófullnægjandi verklag hafi með réttu leitt til atviksins. „Er það mat Matvælastofnunar að nauðsynlegt sé að rannsaka nánar tildrög og orsakir stroksins, sem og að fá afstöðu ríkissaksóknara um afgreiðslu málsins,“ segir í tilkynningu Mast.


Tengdar fréttir

Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm

Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×