Erlent

Mót­mælendur skvettu súpu á Mónu Lísu

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndband af atvikinu má sjá neðar í fréttinni. 
Myndband af atvikinu má sjá neðar í fréttinni.  Skjáskot

Mótmælendur skvettu súpu á málverk Leonardo Da Vinci, Mona Lisa, á Louvre-safninu í París í dag. 

Málverkið hangir bak við skothelt gler á safninu og var því ekki meint af.

Á myndskeiði sjást tvær konur skvetta súpunni, önnur þeirra í stuttermabol sem á stendur „matarviðbrögð“.

Konurnar virðast hafa verið að mótmæla franska landbúnaðarkerfinu en á myndskeiði standa þær fyrir framan málverkið og segja meðal annars: „Landbúnaðarkerfið okkar er sjúkt“ og „Hvort er mikilvægara? List eða rétturinn til hollra og sjálfbærra matvæla?“

Bændur hafa fjölmennt í höfuðborginni París undanfarna daga og mótmælt háum eldsneytiskostnaði og bágum kjörum bænda. 

Myndskeiðið af atvikinu má sjá hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×