Hver tekur við Liverpool af Klopp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2024 11:44 Hver er líklegastur? Hér eru fimm sem koma kannski til greina. Julian Nagelsmann, Roberto De Zerbi, Xabi Alonso, Steven Gerrard og Jose Mourinho. Samsett/Getty Þau stórtíðindi bárust í dag að Jürgen Klopp hefði ákveðið að hætta með Liverpool eftir tímabilið. En hver tekur við Rauða hernum af þeim þýska? Vísir fer yfir nokkra kosti í stöðunni. Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Xabi Alonso Langlíklegastur samkvæmt veðbönkum. Alonso er auðvitað fyrrverandi leikmaður Liverpool og vann Meistaradeild Evrópu með liðinu 2005. Hann tók við Bayer Leverkusen í október 2022 og hefur náð frábærum árangri með liðið. Leverkusen er ósigrað á tímabilinu og með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar. Alonso hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en líkurnar á að hann taki við liðinu fóru minnkandi eftir að Carlo Ancelotti gerði nýjan samning við það. Pep Lijnders Hollendingurinn er aðstoðarmaður Klopps. Þjálfaði fyrst hjá Liverpool á árunum 2014-17 og kom svo aftur 2018 eftir stutt stopp hjá NEC Nijmegen í Hollandi. Þykir eiga stóran þátt í góðu gengi Liverpool undanfarin ár. Steven Gerrard Ein mesta goðsögn í sögu Liverpool. Stjóraferilinn byrjaði svo vel hjá Gerrard sem gerði Rangers að skoskum meisturum 2021. Tók svo við Aston Villa en þar gengu hlutirnir ekki nógu vel og hann var látinn fara þaðan eftir tæpt ár í starfi. Þjálfar í dag Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu og er nýbúinn að endurnýja samning sinn við liðið þrátt fyrir að lítið gangi hjá því inni á vellinum. Julian Nagelsmann Skipta Liverpool og þýska knattspyrnusambandið ekki bara á stjórum? Nagelsmann tók við þýska landsliðinu í september á síðasta ári. Byrjaði ungur að þjálfa og var aðeins 28 ára þegar hann tók við Hoffenheim 2015. Stýrði liðinu til 2019 þegar hann tók við RB Leipzig. Kom liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2020 og var svo ráðinn stjóri Bayern München 2021. Gerði Bæjara að þýskum meisturum 2022 en var rekinn í mars á síðasta ári. Roberto De Zerbi Ítalinn hefur náð eftirtektarverðum árangri með Brighton. Gerði þar áður góða hluti með Sassuolo í heimalandinu og Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Lið hans spila skemmtilegan fótbolta sem gæti höfðað til forráða- og stuðningsmanna Liverpool. José Mourinho Nei, er það? Líklega ekki. En Mourinho er á lausu eftir að hann var rekinn frá Roma fyrr í þessum mánuði. Ekki sá vinsælasti í Liverpool en hefur náð stórkostlegum árangri á stjóraferlinum þótt hann hafi verið á niðurleið undanfarin ár. Antonio Conte Annar frekar varnarsinnaður stjóri sem er á lausu. Ekki kannski líklegasti kosturinn í stöðunni en hefur náð árangri alls staðar þar sem hann hefur þjálfað. Graham Potter Enn annar stjóri sem er á lausu. Var rekinn frá Chelsea í byrjun apríl í fyrra eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Náði mjög góðum árangri með Östersund, Swansea City og Brighton en Chelsea-starfið virtist honum ofviða.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Klopp hættir með Liverpool í vor Jürgen Klopp hættir sem knattspyrnustjóri Liverpool en félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag. 26. janúar 2024 10:41